Hlín - 01.01.1920, Page 66

Hlín - 01.01.1920, Page 66
66 Hlin Nú er hann horfinn inn í sólroðna landið hinum megin. En jeg reika hjer ein og yfirgefin. Það, sem hefur friðað best, er að mega dvelja á sömu stöðum og hann hafði lifað og starfað á. Hjerna af þessari hæð hafði hann rent björtum hrifningaraugum yfir lijeraðið, sem hann unni öllu fremur, og fjekk sig aldrei til að skilja við» þó að glæsilegra væri í boði annars staðar. Hjer vildi hann lifa og deyja og ganga til hvíldar eftir vel unnið dagsverk. — Þessar stöðvar eru mjer margfalt kærari, al' því að þær eru helgaðar minningu lians. Hjer hafði hann gengið, þarna numið staðar, glaðst og hrygst, notið og saknað, unnið dag og nótt, beitt hörðu við sjálfan sig, til að sigra örðugleikana, neitað sjer um þægindi lífsins, til þess að geta staðið í skilum við aðra, svo að hann væri engum skuldugur og gæti borið höfuðið liátt sent frjáls- um manni sómdi. Hver steinn og grasblettur í landar- eigninni minti á ltann. — Heima í litla kotinu voru minningarnar ekki færri. Baðstofan og borðið, senr hann skrifaði við á kvöldin, alt var þetta óltreytt og átti sína sögu. Rúmið hans á sama stað, þar sem hann barðist við andvökur og áleitnar hugsanir, óviss, hvort hann ætti að hlýða þeirri rödd, sem sterkust var, eða svæfa hana til fulls. Hann hlýddi henni, en það bakaði honnm erf- iði og óvinsældir um eitt skeið. Hann var misskiiinn og lítils virtur fyrir fátæktar sakir. Misskilinn og dæmdur fyrir þær skoðanir, sem brutust frarn og riðu í bága við rótfastar venjur ljöldans. Hann ijraust því einn um fjöll og firnindi og gróf þar upp fjársjóðu til þess að byggja úr. Mikið var til af góðu efni, en ekki ljett að smíða úr því gallalausa gripi. Sökum örðugleika, fátæktar og tírna- skorts varð margt af verkum hans brotasilfur. Hugurinn flaug aftur í fornöld, en þar var honum ætíð ljúfast að dvelja. Það gullið var honum happadrýgst. Hann fylgd- ist einnig með samtíðinni, ljet hugann fljúga út um víða veröld, fylgdist með stefnum og framförum, var hrifinn af skáldum og andlegum stórmennum, sem unnu heim-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.