Hlín - 01.01.1920, Síða 67
lllín
07
inum stórgagn. Þegar liann skrifaði, var hann viðkvæmur,
ör og heitur, skrifaði með hjartablóði sínu, lil'ði með
mönnurn og málleysingjum, dró taum lítilmagnans, allra
þeirra, sem verða úti í stórhríðum mannlífsins. — Húsin
geyma hugsanir hans. Það er eins og andi lians ríki alls
staðar, bæði úti og inni. Þess vegna er sárt að yfirgela
það. Vita ókunnuga koma í staðinn, sem líta smáum
augunr á alt. Hafa ekki hugmynd um, eða skilja ekki,
hvað þar var hugsað, skrilað og dreymt, bera ekki lotn-
ingu lyrir neinu, vita ekki og vilja ekki skilja, að þeir,
sem bjuggu næst á undan þeim, voru rifnir upp með
rótum Irá öllu því, sem þeir áttu kærast og var þeim dýr-
mætast og kastað út í hringiðuna, óvíst hvar þá bæri að
landi, heimilislausir vegfarendur, sem gleymast og hverfa,
meðan aðrir byggja starl' sitt á þeirra grundvelli.
Efnamennirnir hreiðra sig á gulldyngjunum, og eru
hafðir í hávegum auðsins vegna, þó að þeir liali aldrei
verið snortnir guðlegum eldmóði, eðá skygnst inn í leynd-
ardóma mannlífsins.
Nú horfi jeg ef til vill í síðasta sinni, yfir hjeraðið.
Stend í seinasta sinni á Miðaftanshnjúk; þess vegna vil
jeg festa myndina, sem fyrir augun ber, vandlega í huga
mínum. Jeg horfi og stari, þangað til augun eru orðin
þreytt, og hugsa og brýt heilann, þangað til hugurinn er
orðinn uppgefinn.
Nú er komið að sólarlagi, jeg verð að hverfa hjeðan —
og fara heim — jeg heim! Nei, jeg á hvergi heima. ()! að
jeg fengi að leysast upp í eina þrá, eina lmgsun, þá, að fá
að hverla til fulls og alls í kvöldroðann — geisladýrðina.
F.n þá gagntekur sú hugsun mig, að þó að hann með
gráu lokkana og sí-unga hugann sje horfinn sýnum, þá
geti menn þó ekki þurkað nafn hans út, það verði altaf
tengt og bundið þessum stöðvum. Það er huggun harmi
gegn. — Sólin er hnigin til viðar.
Fnrfugl.
5*