Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 6
Fundargerð
%
Sambands norðlenskra kvenna, árið 1938.
Þriðjudaginn 28. júní 1938 var aðalfundur S. N. K.
(hinn 25.) settur og 'haldinn í Húsmæðraskólanum á
Laugalandi í Eyjafirði.
Fulltrúafundur var settur kl. 9 f. m. sama dag. Mætti
þar stjórn Sambandsins og 22 fulltrúar. Síðar bættust
við 3 fulltrúar, og urðu þeir því 25 alls. — Þá var logð
fram dagsskrá fundarins, kosnir endurskoðendur
reikninga, fundarritarar og nefndir, er skyldu undirbúa
málefnin. — Endurskoðendur ársreikninga voru kosn-
ar: Þóra Stefánsdóttir, Hjalteyri, og Margrjet Jósefs-
dóttir, Siglufirði. — Fundarritarar: Þorfinna Dýrfjörð,
Siglufirði, og Hólmfríður Jónsdóttir, Hvammstanga. —
Kosnar í nefndir:
Garðyrkjumálanefnd: Þóra Stefánsdóttir, Rannveig
Líndal og Hólmfríður Jónsdóttir.
Uppeldismálanefnd: Sólveig Pjetursdóttir, Rannveig
Bjarnardóttir og Anna Stefánsdóttir.
Heilsu- og hjúkrunarmálanefnd: Bjamþóra Bene-
diktsdóttir, Sólveig Pjetursdóttir og Sigurbjörg Bene-
diktsdóttir.
Fulltrúafundi var slitið kl. 10,30.
Aðalfundur hófst kl. 1 e. m. — Formaður S. N. K.,
Guðný Björnsdóttir, Akureyri, setti fundinn og bauð
alla fulltrúa og gesti velkomna, þ. á. m. formann Sam-
bands sunnlenskra kvenna, Herdísi Jakobsdóttur,
hingað í hinn nýja Húsmæðraskóla á Laugalandi. Ósk-