Hlín - 01.01.1938, Page 8
6
Hlín
Frá Suður-Þingeyska Sambandinu: Halldóra Magn-
úsdóttir, Þuríður Gísladóttir.
Frá Kvenfjelagi Svalbarðsstrandar: Sigurbjörg Bene-
diktsdóttir, Ólöf Kristjánsdóttir.
Frá Kvenfjelagi Keldhverfinga: Kristjana Haralds-
dóttir.
Frá Kvenfjelaginu „Stjarnan11 í Núpasveit: Þórbjörg
Jóhannesdóttir.
2. Skýrslur. a. Skýrslur fulltrúa. — Mættir fulltrúar
gáfu ýtarlegar skýrslur um starfsemi fjelaganna. Enn-
fremur komu skýrslur frá tveimur fjelögum, sem ekki
sendu fulltrúa. Voru það kvenfjelagið „Glæður' á
Hólmavík og Kvenfjelag Þistilfjarðar í Svalbarðs-
hreppi. — Fjögur fjelög sendu hvorki fulltrúa nje
skýrslu. — Formaður þakkaði skýrslurnar.
b. Skýrsla formanns. — Formaður taldi að hið innra
starf S. N. K. væri: að efla samstarf og gagnkvæman
skilning á verkefnum kvenna, hvar í fylkingu sem þær
standa, en verklegar framkvæmdir þess væru aðallega
í garðræktarmálum. Minti hún á fundarsamþykt frá
aðalfundi síðasta árs, er mælti fyrir að reyna skyldi
nýtt fyrirkomulag á þeim málum, þannig að Samband-
ið hætti að hafa starfandi garðyrkjukonu, en legði í
þess stað fram smástyrki til deildanna, svo að þær
sjálfar gætu framkvæmt starfið, eftir því sem best
hentaði á hverjum stað. Starfaði því engin garðyrkju-
kona nú, en styrkbeiðnir hefðu borist frá þessum fje-
lögum og samböndum: Kvenfjelagi Hörgdæla, Hjer-
aðssambandi Eyjafjarðar, kvenfjelaginu „Von“, Siglu-
firði, og Kvennabandinu í Vestur-Húnavatnssýslu.
— Fje það, er Sambandið hefði yfir að ráða — sagði
formaður — væri 400 kr. ríkisstyrkur, 200 kr. styrkur
frá Kvenfjelagasambandi íslands og ársgjald fjelags-
deildanna.