Hlín - 01.01.1938, Side 9
Hlín
7
3. Frjettir frá Landsþingi Kvenfjelagasambands ís-
lands, Reykjavík. Sólveig Pjetursdóttir, er mætt hafði
þar sem fulltrúi S. N. K., las upp fundargerð þingsins
og skýrði frá störfum þess. — Síðan var gefið kaffihlje.
— Kl. 4% hófst fundur að nýju og var tekið fyrir:
4. Garðyrkjumál. — Framsögu hafði Þóra Stefáns-
dóttir. Sagði hún að eins og fundarkonur vissu, væru
garðyrkjumál eitt aðalmál Sambandsins, en vitnaði að
öðru leyti til þeirra tillagna, sem samþyktar höfðu
verið á síðasta aðalfundi S. N. K. — Taldi hún hið nýja
fyrirkomulag myndi reynast betur heldur en hið gamla
og hvatti fjelögin til að starfa með vaxandi áhuga fyr-
ir framgangi garðyrkjumálanna. Nokkrar konur ræddu
málið á víð og dreif. Samþykt var að veita þeim fje-
lögum garðyrkjustyrk, sem sótt höfðu um hann á ár-
inu. — Þar sem engar nýjar tillögur komu fram, var
málið tekið út af dagskrá.
5. Uppeldismál. — Framsögu hafði Svafa Stefánsdótt-
ir. Hóf hún máls á því, að á síðasta aðalfundi S. N. K.
hefði verið deilt á fyrirkomulag kenslumála, einkum
barnaskólanna. Hefði borið á löngun til þess að ræða
skóla- og uppeldismál yfirleitt, en ekki unnist tími til.
Taldi hún víst að sá áhugi hefði ekki dofnað hjá kon-
unum. Þar sem framtíðin bygðist á uppeldi æskunnar,
bæru mæðurnar að miklu leyti ábyrgðina á komandi
tímum. Fanst henni því tilhlýðilegt að S. N. K. ljeti
þetta mál málanna til sín taka að einhverju leyti. —
Gerði hún grein fyrir hinum miklu erfiðleikum, sem
kennararnir ættu við að stríða, er þeim væri falið að
taka á móti, stórum hóp af sjö ára gömlum börnum
með ólíkasta uppeldi og eðlisfari. Taldi hún börnin
vanta ýmsa góða eiginleika, svo sem ró, reglusemi, á-
byrgðartilfinningu og hlýðni, en vöntun þeirra væri