Hlín - 01.01.1938, Page 11
Hlín
9
Báðar tillögur samþyktar í einu hljóði. — Málið síð-
an tekið út af dagskrá.
6. Húsmœðrafrœðsla. — Framsögu hafði Sólveig Pjet-
ursdóttir. Sagðist hún álíta að flestir skólar, og þá ekki
síst húsmæðraskólar, ætluðu of mörgum námsgreinum
stuttan og afskamtaðan tíma. Afleiðingin yrði sú, að
nemendur kæmu út úr skólunum lítt færir og ekki
sjálfstæðir í sínu starfi, einkum að því er snerti vefn-
að og saumaskap. Taldi hún æskilegt að gefa nemend-
um kost á að stunda aðallega þær námsgreinar, sem
þeir teldu við sitt hæfi. — Hófust síðan umræður um
verklega mentun kvenna, bæði húsmæðra og starf-
stúlkna. — Komu fram raddir um mikla þörf á stutt-
um námsskeiðum fyrir stúlkur þær, sem ráða sig til
heimilisstarfa. — Út af þessu spunnust margbreytileg-
ar og skemtilegar umræður. Tók fjöldi fundarkvenna
til máls. — Kl. 7% var gefið matarhlje.
Kl. 8 hófst fundur að nýju. — Var haldið áfram um-
ræðum um húsmæðrafræðslu. — M. a. tók Hulda Stef-
ánsdóttir til máls. Skýrði hún frá fyrirkomulagi við
framhaldsnám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi. —
Að endingu var samþykt svohljóðandi tillaga frá hús-
mæðrafræðslunefnd: „Aðalfundur S. N. K. felur stjórn-
inni að taka þær tillögur, sem áður hafa verið sam-
þyktar í þessu máli, til rækilegrar athugunar og sjá um
að þeim verði framfylgt svo sem auðið er“. — Síðan
var málið tekið út af dagskrá og fundi frestað til næsta
dags.
Miðvikudaginn 29. júní kl. 10 f. h. var fundur settur.
Rósa Einarsdóttir hóf umræður, utan dagskrár, um
íslenska þjóðbúninginn. Mintist hún hlýlega ungmenna-
fjelagshreyfingarinnar, sem hefði viljað vernda ís-