Hlín - 01.01.1938, Síða 13
Hlín
11
\
umræðu og formaður gerði grein fyrir þeim viðaukum,
sem á síðasta aðalfundi var við þau gerð og lítilsháttar
breytingar. Lögin lágu prentuð fyrir á fundinum. Radd-
ir komu fram um það, að nokkurt misrjetti lýsti sjer í
því, að öll fjelögin, stór og smá, hefðu jafnmarga full-
trúa. Kom fram uppástunga um að kjósa nefnd, er at-
hugaði þetta og koma fram með tillögur sínar á næsta
aðalfundi. Var tillagan um nefndarkosningu samþykt
með 16 atkvæðum. Þessar konur hlutu kosningu:
Þóra Stefánsdóttir, Margrjet Jósefsdóttir, Halldóra
Magnúsdóttir, Rósa Einarsdóttir og Jóhanna Magnús-
dóttir.
Þá var málið tekið út af dagsskrá og gefið matarhlje.
10. Heilsuvernd og hjúkrunarmál. Kl. 1 hófst fund-
ur, að nýju, með erindi Jóhanns Þorkelssonar, hjer-
aðslæknis, er hann nefndi Heilsuvernd. — Útdráttur
úr ræðu hans birtist í kaflanum um Heilbrigðismál síð-
ar í ritinu.
Formaður þakkaði hjeraðslækni ágætt erindi, ög fór
þess á leit, að hann svaraði fyrirspurnum fundar-
kvenna, en hann gat ekki orðið við þeirri ósk vegna
tímaleysis. — Þá hóf Bjarnþóra Benediktsdóttir um-
ræður um heilsuvernd og hjúkrunarmál. — Sólveig
Pjetursdóttir minti á samþykt síðasta aðalfundar við-
víkjandi hjúkrunarmálum sveitanna. — Skýrði hún frá
því, að eftir því sem fram hefði komið á Landsþingi
kvenna í Reykjavík í vor, væri ekkert því til fyrirstöðu,
að sjúkrahúsin veittu 3—6 mánaða námsskeið fyrir til-
vonandi hjúkrunarkonur í sveitum og sjávarþorpum. —
Var málið síðan rætt frá ýmsum hliðum, bæði um kjör
og starf hjúkrunarkvenna í sveitum og almenna heilsu-
vernd. — Að lokum komu fram svohljóðandi tillögur:
1. Aðalfundur S. N. K. lýsir ánægju sinni yfir aukn-
um áhuga kvenna á heilsuvernd, og skorar á kven-