Hlín - 01.01.1938, Page 14
12
Hlín
fjelög landsins að veita hverri viðleitni í þá átt sem
bestan stuðning.
2. Aðalfundur S. N. K. skorar á ríkisstjórnina og inn-
flutningsnefnd að leyfa innflutning á ávöxtum, og selja
þá með því verði, að almenningi sje fært að kaupa þá.
Tllögurnar voru samþyktar í einu hljóði. Málið tek-
ið út af dagskrá — og gefið kaffihlje.
11. Heimilisiðnaður. Kl. 4% var fundur settur á ný.
Hulda Stefánsdóttir hafði framsögu og skýrði frá fram-
gangi þessara mála í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hún
vefnað kominn á allhátt stig og þakkaði það einkum
stúlkum þeim, sem notið hefðu framhaldsmentunar í
vefnaði við Blönduóssskóla. Færu þær út um sveitirn-
ar, ynnu á heimilunum og tækist á þann hátt að fram-
leiða ódýra og hentuga muni til heimilisþarfa. Ljet hún
í ljósi þá ósk, að fleiri sveitir og kaupstaðir gerðu til-
raun með líka starfsemi. — Formaður S. N. K., Herdís
Jákobsdóttir, talaði um hina brýnu nauðsyn á að vanda
ullariðnaðinn, ef hann ætti að standast samanburð við
erlenda framleiðslu. — Ennfremur skýrði hún frá
tilraunum Matthildar Halldórsdóttur í Garði í jurta-
litun, og taldi nauðsynlegt að útbreiða þekkingu á
slíkri litun meðal íslenskra kvenna. — Sólveig Pjeturs-
dóttir gat þess að á Landsþingi kvenna í Reykjavík
hefðu, í sambandi við umræður um sölumöguleika fyr-
ir íslenskan heimilisiðnað erlendis, verið sýndir nokkr-
ir prjónamunir, sem gætu talist til fyrirmyndar. Jafn-
framt hefði verið bent á þá hættu, sem markaðinum
stafaði af óvandaðri framleiðslu, svo sem gamla smá-
bandstóskapnum, sem ennþá fyndust leyfar af og væri
síst til sóma. — Að lokum kom fram svohljóðandi til-
laga: 1. Að gefnu tilefni skorar aðalfundur S. N. K. á
kvenfjelög landsins að beita sjer fyrir vöruvöndun á
öllum ullariðnaði, sem seljast á á innlendum og út-