Hlín - 01.01.1938, Side 15
13
Hlín
lendum markaði. — Var tillagan samþykt í einu hljóði.
— Síðan voru skoðaðir nokkrir heimaunnir munir, er
fulltrúar höfðu meðferðis. — Þá var málið tekið út af
dagskrá og fundi frestað þangað til Halldóra Bjarna-
dóttir, sem nýkomin er frá langri dvöl erlendis, kæmi
á fundinn.
Kl. 7V2 var Halldóra mætt. Sagði hún frjettir frá
ferðum sínum.
Síðan var fundargerðin upplesin og samþykt. —
Fundi slitið.
%
Guðný Björnsdóttir. Svafa Stefánsdóttir.
p. t. formaður. p. t. ritari.
Þorfinna Dýrfjörð. Hólmfríður Jónsdóttir.
p. t. fundarritarar.
Fundurinn var haldinn á vegum Hjeraðssambands
Eyfirskra kvenna og hlaut hinar ágætustu viðtökur
undir stjórn forstöðukonu Húsmæðraskólans, frk. Val-
gerðar Halldórsdóttur, og stjórnar Eyfirska sambands-
ins. — Að kveldi fyrra fundardagsins flutti síra Benja-
mín Kristjánsson, sóknarprestur, kvöldguðsþjónustu í
skólanum fyrir fundarkonur. — Að morgni næsta dags
var ákveðin skemtiferð að Grund í Eyjafirði, í boði
Hjeraðssambands eyfirskra kvenna, en hún fórst fyrir
vegna óhagstæðs veðurs. — Þá flutti Jóhann Þorkels-
son, hjeraðslæknir, erindi á fundinum um heilsuvernd,
og er þess áður getið. —í lok fundarins kom frk. Hall-
dóra Bjarnadóttir, stofnandi S. N. K., úr langferð frá
Ameríku, til mikils fagnaðar fyrir fundarkonur, sem
buðu hana velkomna með húrrahrópum og söng. —
Flutti hún síðan frjettir og kveðjur frá frændum vor-
um vestan hafs. — Fjöldi gesta sat fundinn — um 180
flest — og var öllum þeim fjölda veitt af mestu rausn.