Hlín - 01.01.1938, Side 17
Í5
Hlin
þarfa og auk þess var saumað úr þeim á námsskeiðinu,
svo að við fengum fatnaðinn tilbúinn heim til okkar.
Þessu vorum við ekki vanar, Tungukonurnar, að ljett
væri svona undir með okkur við ullarvinnuna, því áður
hafði hver um sig orðið að annast þetta heima. Þess má
geta, að á flestum heimilum hjer voru gömlu vefstól-
arnir til, og voru þeir notaðir á hverjum vetri, eftir
því sem geta var til. Það hefur aldrei lagst niður að
nota ullina til fata í þessu bygðarlagi. Að vetrinum sjer-
staklega kemur sjer vel að ganga í ullarfötum, því að
sveitin okkar er ekki langt frá jöklinum. Stendur oft
kuldagustur frá honum, sem þeir fara ekki varhluta af,
er hirða fjeð um heiðarlöndin. Er þeim því holt að
klæðast hlýjum ullarfötum. Svo er enn eitt, að skógar-
löndin hjer eru mjög slæm með það að vilja slíta föt-
um. Hríslunum gengur ver að vinna á ullardúkunum
en búðarhisminu. -— Það myndi verða endingarslæmt
hjer.
Veturinn 1933—34 hjelt fjelagið aftur námsskeið með
sama fyrirkomulagi og jafn löngum tíma og hið fyrra
sinn. Sama stúlka kendi vefnað og áður, Kristín Sig-
urðardóttir, Búlandi, en saumaskapinn kendi í þetta
skifti Halla Eiríksdóttir frá Fossi á Síðu. Er hún vel
fær í þeirri grein. Unnið var af sama kappi og áður,
margskonar vefnaður ofinn og margar flíkur saumað-
ar, alt prýðilega af hendi leyst. — Að loknum kenslu-
tíma var sýning á því, sem unnið var, þótti það bæði
mikið og verklegt. — I sambandi við sýninguna var
kaffidrykkja og almenn skemtisamkoma fyrir sveit-
ina. Fór það alt hið besta fram, enda ríkti þar eining
andans í bandi friðarins. Skildi fólk vel ánægt með
góðum endurminningum.
í fyrra vetur var haldin jólatrjessamkoma fyrir börn.
Hófst hún með guðsþjónustu sóknarprestsins, síra Val-