Hlín - 01.01.1938, Page 19
Hlín
17
Hjá íslendingum
í Vesturheimi.
Eftir Halldóru Bjamadóttur.
Árið sem leið dvaldi jeg hjá löndum okkar vestan
hafs. Jeg geri ráð fyrir að lesendur „Hlínar“ búist við
að jeg segi eitthvað í frjettum úr þessari ferð. En hvar
á að byrja og hvar á að enda. — Margt ber fyrir augu
og eyru á ársferðalagi og margt nýstárlegt fyrir þann,
sem ekki hefur komið vestur um haf áður.
En þó er óhætt að taka það fram strax, að viðtök-
urnar hjá löndum okkar vestra voru hinar ástúðleg-
ustu í alla staði og undirbúningur móttökunefndar og
kvenfjelaganna með hinni mestu prýði. — Vil jeg
þakka þeim öllum kærlega, sem sýndu mjer vinsemd
og gestrisni þann tíma, sem jeg dvaldi vestra, körlum
og konum, skildum og vandalausum. — Allsstaðar var
mjer og sýningunni tekið tveim höndum. Allsstaðar
fann jeg þá. innilegu velvild og hjartanlegu hlýju til
íslands, sem yljar okkur svo um hjartarætur.
Jeg fór um flestar íslendingabygðir vestra og var
jafnan nokkuð um kyrt á hverjum stað, til þess að fá
tækifæri til að kynnast fólkinu og að því gæfist færi á
að spyrja mig spjörunum úr um frændur og vini
heima. — Jeg hafði um 50 sýningar á íslenskum heim-
ilisiðnaði vestra, flestar hjá löndum, og voru þær ágæt-
lega vel sóttar. — Ásamt sýningunum flutti jeg kveðj-
ur og almennar frjettir frá íslandi, skýrði frá íslensk-
um kvenfjelagsskap og frá heimaiðnaði landsmanna
um leið og jeg skýrði sýninguna. •— Þarlent fólk sótti
víða sýningarnar líka og ljet vel yfir vinnubrögðunum,
2