Hlín - 01.01.1938, Page 21
Blín Í9
út íslensk vikublöð, og prentað fjölda bóka, starfrækt
kenslu í íslensku, stofnað og starfrækt fjölda íslenskra
fjelaga og íslenskra bókasafna, haft íslenskar sýningar,
íslenska hljómleika, íslenska sjónleiki. Þeir hafa ár-
lega haldið íslenskan minningardag í mörgum bæjum
og bygðum, þar sem alt er helgað íslandi. Og þannig
mætti lengi telja.
Sumir hjer heima halda, að landar vestra kæri sig
ekki um ísland eða íslenskuna. En finst ykkur það sem
hjer er lýst bera vott um það? — Þeir báðu mig allir
að bera landi og þjóð sínar bestu kveðjur og árnaðar-
óskir. Þeir gleðjast innilega yfir allri velgengni, sem
Islandi fellur í skaut, en hryggjast að sama skapi þeg-
ar á móti blæs.
Allir góðir íslendingar vestra standa í nánu sam-
bandi við ísland, gegnum vikublöðin íslensku: „Heims-
kringlu“ og „Lögberg“. — Þau flytja jafnaðarlega
frjettir að heiman, tína saman úr blöðum hjeðan alt,
sem þykir í frásögur færandi. Ef íslensku blöðin hjer
heima hefðu gert löndum vestra sömu skil, værum við
ekki eins fáfróð um hag þeirra sem raun er á. —
Jeg komst að raun um það, að maður kemur ekki að
tómum kofunum hjá þeim hvað ísland snerti. Þegar
jeg hafði barið saman klukkutíma erindi um allar
framfarir og nýjungar á íslandi síðustu árin, og karl-
arnir, sem verið höfðu vestra í 50 ár og aldrei komið
heim, fóru að þakka mjer fyrir, sögðu þeir: „En þú
sagðir ókkur ekkert, sem við vissum ekki áður“! —
Þeir urðu þó að viðurkenna, að þeim var ekki vel
kunnugt um heimavinnuna á íslandi eins og hún lýsti
sjer í sýningu þeirri, sem jeg hafði meðferðis, nje held-
ur um kvenfjelögin, þó þeir hefðu að vísu margir les-
ið „Hlín“ allrækilega árum saman.
Já, blöðin hafa áreiðanlega int mikið og gott þjóð-
ræknisstarf af hendi með þesum íslenska frjettaflutn-
2*