Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 22
ingi í 50 ár. Þau eru líka lesin um alla álfuna þar sem
landar eru og tekið feginshendi. — Jeg veit þess mörg
dæmi, að íslendingar, sem aldrei heyra málið, lesa
blöðin hátt fyrir sjálfa sig, þeir vilja heyra íslenskuna
og eru hræddir um að þeir týni henni. Þess eru held-
ur ekki fá dæmi, að landar, í hinni miklu dreifingu,
komi langar leiðir að einu sinni á ári: á íslendingadag
eða Þjóðræknisþing, til þess að heyra íslenskuna tal-
aða.
Enn annað sýnir ljóslega þjóðrækni þeirra og trygð
við kynstofninn, nfl. hve furðulega mikið þeir vita
hver um annan, hvar sem þeir eru niðurkomnir í hirmi
víðlendu álfu. — Þeir skrifa margir íslensku blöðunum
frjettapistla hver úr sínu horni og standa þannig í
sambandi hver við annan.
Þá hefur hin margbreytta kirkjulega starfsemi landa
í Vesturheimi haft mjög mikla þýðingu fyrir viðhald
tungunnar og öll sú samvinna sem við hana er bundin:
Kvenfjelög, sunnudagaskólar o. fl., alt hefur það eflt
þjóðræknis- og fjelagsanda. — Jeg hugsa að þeir sjeu
ekki svo fáir, sem mundu vilja taka sjer í munn orð
ungu konunnar, sem fædd var og uppalin vestra, að
hvergi findist sjer guðsorðið hljóma jafnhreint og vel
og á íslenkunni.
Jeg gerði mjer það að skyldu að lesa alt sem jeg
komst yfir um ferðalög landa vestur, landnám þeirra,
og veru í landinu, um leið og jeg leitaði frjetta af því
hjá fólkinu sjálfu, einnig tók jeg þátt í öllum stærri
fundarhöldum á þessum tíma: íslendingadegi, Kirkju-
þingum báðum, kvennasambandsþingum báðum, Þjóð-
ræknisþingi o. s. frv., í því skyni að skilja fólkið betur
og kynnast því.
Við íslendingar hjer heima þekkjum of lítið þetta
fólk, sem vestur fór, og afkomendur þeirra. — Okkar
fámennu þjóð munar þó um minna en að eiga þarna