Hlín - 01.01.1938, Page 23
Hlín
21
30—40 þúsundir góðra vina og velunnara, það er sann-
arlega viðbót við landið lagt. — Mjer fyrir mitt leyti
finst jeg stórum ríkari eftir en áður að jeg kyntist
þessu góða fólki. — Allsstaðar berst það góðri bar-
áttu og kemur sjer vel, svo íslendingsnafnið hefur góð-
an hljóm meðal Vesturálfumanna. Það hefur verið
þeim metnaðarmál að koma vel fram meðal hinna
mörgu þjóða, sem landið byggja og láta ekkert misjafnt
um sig spyrjast. — Þeir hafa verið útverðir íslands,
jafnan tekið upp þykkjuna fyrir það, ef þurft hefur,
leiðrjett skekkjur og misskilning og þekkingarleysi
á landi og þjóð. En alt slíkt leiðrjettist auðvitað best
með framkomu fólksins sjálfs. — Sannarlega eiga þeir
annað skilið af okkur en afskiftaleysi og tómlæti.
Við verðum að finna leiðir til að viðhalda kynningu
og vináttu og auka samvinnu, styðja þá í starfi sem
berjast fyrir viðhaldi þjóðernis og tungu vestan hafs.
Nú þegar útflutningur er hættur frá íslandi og frum-
byggjar falla í valinn hver af öðrum, er tungunni og
þjóðerninu hætta búin. — Hverja ætli okkur standi
líka nær að leita kynningar og vináttu við en íslend-
inga'vestan hafs, þeir er bein af okkar beinum, hold af
okkar holdi.
Sannarléga mundi aukin samvinna og kynning við
landa vestra ekki síður hafa mikla menningarlega þýð-
ingu fyrir okkur sjálf hjer heima, hæði beinlínis og ó-
beinlínis. —
Jeg var svo heppin að veðurlagið var hið ákjósanleg-
asta til ferðalaga þann tíma sem jeg dvaldi vestra.
Sumarið ekki mjög heitt og veturinn einn hinn allra
hagstæðasti sem hægt var að hugsa sjer, frostalítill og
sólríkur. — í miðfylkjum Canada eru oft miklar frost-
hörkur, en það er almannamál, að menn sem koma frá