Hlín - 01.01.1938, Síða 30
28
Hlín
allir skot- eða rennigluggar með vírneti fyrir, til að
varna flugum inngöngu, fyrir flestum útidyrum eru og
ljettar skellihurðir með vírneti af sömu ástæðu, enda
sjest ekki fluga inni nokkursstaðar. — í öllum stærri
bæjum er margt um stór sambýlishús úr steini, sem
flest eru eign einstakra manna, leigð út fjölskyldum og
einhleypum, sem láta sjer vel líka að lifa í fjölbýlinu.
Jeg hef verið spurð, hvort íslendingum vestra líði
betur en íslendingum hjer heima. — Jeg hef svarað,
að mjer finnist þeir vera betur settir með húsnæði al-
ment. — Jeg óskaði þess oft, að konurnar hjerna heima
hefðu eins þægileg og góð hús og systur þeirra vestra.
— Alt kapp er lagt á það, að hafa húsin þægileg,
enda er þörf á því þegar húsfreyjurnar hafa litla eða
enga hjálp. — Húsbúnaður er íburðarlaus, en hagfeld-
ur og þægilegur, margt heimaunnið til skrauts. — Ekk-
ert kapphlaup um dýr húsgögn eða skartgripi. — Legu-
rúmin eru mjög breið og að sama skapi þægileg, jafn-
vel í járnbrautarvögnunum eru rúmin breið og góð,
enda hefðu menn ekki látið sjer lynda prjónastokka að
sofa í, sem eru góðu rúmunum vanir frá heimilunum.
— Þau eru þægileg í hitunum þessi breiðu rúm. — Þó
rúmin taki upp mestan hluta herbergisins láta menn
sjer það vel líka. — Þreyttir þurfa góða hvíld og þarna
hefst maður við % hluta æfinnar. — Hyggilega hugsað
eins og fleira hjá Vestmönnum. — Húsbúnaður, klæðn-
aður og matarhæfi er mjög líkt hjá öllum aimenningi,
menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og
virðast ánægðir með að hafa það líkt og Pjetur og Páll.
— Þessi jöfnuður og almenna venja gerir það að verk-
um, að menn eru frjálslegir og blátt áfram, kvíða því
ekki, eða hafa áhyggjur af því, þó nokkrir gestir komi
í mat eða kaffi. — Enda eru konurnar vestra fljótar að
matbúa og framreiða kaffi og brauð handa fjölda
manns, þær hafa æfinguna, mann fram af manni, — í