Hlín - 01.01.1938, Síða 33
Hlín
31
skiftis í bæjum og bygðum íslendinga og eru mikið
sótt. —■ Tvö kvenfjelagasambönd eru starfandi meðal
landa vestra og eru mörg fjelög í hverju þeirra, þau
hafa einnig fundi sína til skiftis í íslendingabygðum að
sumrinu. — Þjóðræknisfjelagið, sem nú er 19 ára gam-
alt, og starfar í mörgum deildum, hefur þing í Winni-
peg að vetrinum til. — Þjóðræknisþingið og íslend-
ingadagarnir, sem haldnir eru af mörgum íslenskum
fjelögum í sameiningu að sumrinu til, víðsvegar í Is-
lendingabygðum, eru fjölmennustu samkomur íslend-
inga vestra. — Þjóðræknisfjelagið gefur út ársrit,
kaupendur þess eru um leið meðlimir Þjóðræknisfje-
lagsins. Lúterska kirkjufjelagið gefur út „Sameining-
una“ og Bandalag lúterskra kvenna Ársritið „Árdísi“.
Þessi rit ættu menn hjer heimá að kaupa og lesa,
bæði til þess að styrkja þjóðernisstarf landa vestra og
til þess að kynnast um leið því sem þar er verið að
vinna. Það er sannarlega þess vert..
„Hvergi eru fleiri skólar en í Ameríku og hvergi
meira til þeirra kostað. í engu landi í heimi standa
skólarnir í eins nánu sambandi við alþýðu manna og í
Bandaríkjunum. — IV2 million manna starfa í þjón-
ustu skólanna. — Þar eru 30 millionir nemenda, en
kostnaðurinn við skólahaldið er IV2 milljarð dollara“.*
Jeg skoðaði marga skóla og hlustaði víða á kenslu,
bæði í Canada og Bandaríkjunum. Skólarnir eru veg-
ieg hús. — Bókakostur þeirra er með ágætum, full-
komin söfn og fagrir leikvellir. — Það sem mjer fanst
einna eftirtektaverðast við kensluna var það, hve nem-
endurnir hlustuðu vel í skólunum, enda varð jeg þess
allsstaðar vör, að fólkið. var vant við að hlusta með
afbrigðum vel á mælt mál, og var því mjög þægilegt
* Saturday Evening Post, jan. 1938: Dr. Robert M. Hutchins,
President of the University of Chicago. — Ameríkumenn og
Frakkar nefna billion, það sem við köllum milljarð.