Hlín - 01.01.1938, Síða 34
32
Hlín
að flytja þar erindi. — Mjer var sagt að skólaaginn
sje mjög strangur í þessu efni þar í landi.
í skólunum tíðkast mjög mikið allskonar samkepni
í framsögn, utanbókar, bæði í bundnu og óbundnu
máli.
Nokkrir íslenskir kennarar höfðu tekið sjer fyrir
hendur að æfa nokkur íslensk skólabörn í upplestri ís-
lenskra ljóða. — Var upplesturinn hafður sem einn lið-
ur á skemtiskrá á íslenskum samkomum. Þetta var
ágætlega vel tilfundið og hin besta skemtun, leystu
börnin þetta ágætlega vel af hendi. Höfðu bæði börnin
og kennararnir sóma af. — Flest börnin lásu íslensk-
una ágætlega vel.
Matreiðslu- og handavinnuskólar (kennaraskólarnir)
eru alstaðar í sambandi við háskólana (University),
bæði verklegir og bóklegir. — Við marga háskóla i
Ameríku er kend norræna og við suma íslenska. — Það
er hugsjón margra landa vestra að koma upp íslensku-
deild með góðu bókasafni við Manitoba háskóla í
Winnipeg.
íslendingar sækja mjög mikið skólana, bæði karlar
og konur. Á fyrstu árunum stunduðu þeir nær ein-
göngu landbúnað, fiskiveiðar og daglaunavinnu, en það
leið ekki á löngu að þeir tóku að stunda nám í skólun-
um, æðri sem lægri, og þar reyndust þeir vel liðtækir
og skipa nú ýmsar mikilsverðar trúnaðarstöður í rík-
inu: Þingmenn og dómarar, læknar, prestar, lögmenn,
hjúkrunarkonur, kennarar, verkfræðingar o. fl.
Jeg vil að lokum minnast nokkuð á það, sem jeg drap
á í byrjun þessarar greinar: Hve vinsamlegar viðtök-
ur fjelög og einstaklingar veittu mjer allsstaðar og því
sem j€g hafði að sýna og segja. — Það var ísland, sem
þeir voru að heiðra og sýna virðingu. Jeg tók það svo,
og er þeim innilega þakklát fyrir.