Hlín - 01.01.1938, Page 39
Jóns vefara. — Var Guðlaug þannig komin af þrem
börnum síra Þorsteins á Krossi.
Kona síra Hjörleifs á Hjaltastað var Bergljót Páls-
dóttir, prófasts á Valþjófsstað, Magnússonar.
Frú Guðlaug ólst upp á Arnheiðarstöðum hjá for-
eldrum sínum, og eftir að faðir hennar dó, dvaldi hún
þar að mestu, ásamt móður sinni, hjá Sölva bróður
sínum og Sigríði Sigfúsdóttur konu hans. — Einn vet-
ur var Guðlaug við nám á Eskifirði hjá Guðrúnu Arne-
sen, er síðar giftist síra Jóni á Kolfreyjustað. Og einn
vetur hjá Halldóru systur sinni og manni hennar, síra
Gunnlaugi Halldórssyni á Breiðabólstað í Vesturhópi.
Haustið 1899 fór hún ráðskona að Stafafelli í Lóni til
Jóns prófasts Jónssonar, fósturföður míns, er mist hafði
konu sína, Margrjeti Sigurðardóttur frá Hallormsstað,
um vorið, og ári síðar giftist hún Jóni prófasti.
Það er æfinlega mikill vandi fyrir konu að taka við
búsforráðum á heimili, er önnur kona hefur stofnað til
og stýrt, og því meiri vandi, sem heimilið er myndar-
legra. Mestur mun þó vandinn vera, ef börn fylgja ai
fyrra hjónabandi. Það eru ekki nærri því allar konur,
sem eru þeim vanda vaxnar, síst þeim að geta elskað
annara böm.
Á Stafafelli hafði verið höggvið stórt skarð í heimil-
ið með fráfalli frú Margrjetar (sbr. ritgerð um hana í
16. árg. ,,Hlínar“). Hún hafði verið óvenjulega mikilhæf
kona, því hún sameinaði miklar gáfur á andlegu sviði,
praktisku viti, myndarskap í öllum verklegum efnum
og óvenjulegum stjómarhæfileikum. — Síra Jón var
enginn búsýslumaður, en hafði allan hugann við fræði-
iðkanir sínar. Kona hans hafði því orðið að vera bæði
bóndinn og húsfreyjan, en jafnframt hafði hún haft
fulla samúð með starfi hans, og er óhætt að fullyrða
að leitun mun á jafn gagnkvæmri ást og virðingu og
var á milli þeirra hjóna.