Hlín - 01.01.1938, Síða 40
38
Hlín
Með dauða frú Margrjetar virtist því kipt flestum
máttarstoðum undan heimilinu á Stafafelli. — Sonur
þeirra hjóna, Sigurður, og fóstursonur, Þorsteinn, voru
þá um fermingaraldur. — Má nærri geta hvílíkum ó-
hug sló á vini og vandamenn heimilisins við dauða frú
Margrjetar. — Nú var mikifl vandi að velja eftirmann
hennar. Þá var það, að frú Elísabetu á Hallormsstað,
systur frú Margrjetar, datt það snjallræði í hug, að fá
Guðlaugu Vigfúsdóttur á Arnheiðarstöðum til að fara
að Stafafelli og taka þar við búsforráðum. — Það hlýt-
ur að vera talin heillastund í lífi síra Jóns á Stafafelli
og Sigurðar sonar hans, er það ráð var tekið, því mikil
blessun fylgdi starfi frú Guðlaugar á þessu gamla og
gróna heimili, sem varð nú einnig hennar eigið um 20
ára skeið. Og það varð sjálfsagt jafnframt heillastund
í lífi hennar sjálfrar. — Henni hlotnaðist sú gæfa, að
eignast vináttu og traust allra, og það var af því að
hún var góð kona. Hún „hafði hlotið mikla gnótt af
Herrans elsku eldi“, og fjekk því laun, sem óeigin-
gjarnt starf og þjónusta fyrir aðra á fólgin í sjálfu sjer.
— Með komu Guðlaugar að Stafafelli roðaði af nýjum
degi eftir skuggalega nótt, er grúfði yfir æskuheimili
mínu.
Frú Guðlaug var gáfuð og góð kona, hún lagði gjörva
hönd á allt innanhúss, hvort heldur var saumaskapur,
hannyrðir, tóvinna eða matreiðsla. Sínu stóra heimili
stjórnaði hún svo, að allir voru ánægðir. — Stjúpsyni
sínum reyndist hún ástrík og góð móðir og gerði sjer
alt far um að bæta honum og okkur fósturbörnunum
móðurmissinn.
Um tvítugsaldur tók Sigurður við bústjórn hjá föður
sínum og gerðist hann brátt mjög framkvæmdasamur
í búskapnum. Var oft mannniargt á Stafafelli, einkum
vor og haust. Kom sjer þá vel, að húsmóðirin var
stjórnsöm og fyrirhyggjusöm og hafði alt í röð og