Hlín - 01.01.1938, Page 42
40
Hlín
nema árið 1921—22 að hún var á Arnh'eiðarstöðum hjá
mágkonu sinni og frændfólki, og árið 1929—30 dvaldi
hún í Reykjavík hjá Margrjetu fósturdóttur sinni. Til
hennar fluttist hún alfarin sumarið 1931 og var hún þá
mjög þrotin að heilsu. Kom Vignir fóstursonur hennar
austur til að sjá um hana á leiðinni. Hún lá um tíma á
sjúkrahúsi eftir að suður kom, en var þó oftast hjá
fósturdóttur sinni og manni hennar, enda voru þau
samtaka um að veita henni alla þá hjúkrun og aðhlynn-
ingu sem mannlegur máttur getur í tje látið. Frú Guð-
laug andaðist 15. febrúar 1935. — Sigurður stjúpsonur
hennar var þá staddur í Reykjavík og gat kvatt hana í
hinsta sinn og annast um flutning á líki hennar austur.
Hún var jörðuð að Stafafelli 28. mars.
Guðlaug sál. var búin að inna af hendi gott og göf-
ugt æfistarf, virt og elskuð af öllum, sem hana þektu,
og vonum við, ástvinir hennar, að hún njóti í æðra
heimi ávaxtanna af starfi sínu.
Þökk fyrir gullið göfgi þinnar,
gleðina prúðu, starfið, þorið,
samhug og mildi í allar áttir,
ástúðarhlýja frjóa vorið.
Anna Hlöðversdóttir, Reyðará í Lóni.