Hlín - 01.01.1938, Page 43
Hlín
41
Herdís Jónsdóttir Bray.
Mig langar til að biðja „Hlín“ fyrir nokkur orð um
þessa mætu og merku konu. — Herdís hafði fyrir mörg-
um árum síðan óskað eftir því, að jeg skrifaði dálítið
um sig (helst í bundnu
máli), ef jeg lifði hana.
Jeg lofaði því en tók það
fram um leið, að það
mundi ekki verða í
bundnu máli, en að mjer
væri ljúft að minnast þess,
að hún hefði ávalt reynst
mjer sem góð og ástrík
móðir. Jeg minti hana þá
á nokkur orð, sem hún
hafði sagt við mig. stuttu
eftir að jeg misti móður
mína. En sá missir var
mjer mjög þungbær, og
Herdís vissi það. Hún
sagði þá við mig: „Jeg skal
vera mamma þín“. Og hún
enti það. Hún reyndist mjer ávalt eins og hún væri í
raun og veru móðir mín, frá því fyrst að jeg kyntist
henni vorið 1882 í Winnipeg og alt til hennar síðustu
stundar.
Herdís var fædd í' Stóraskógi í Miðdalahr. í Dala-
sýslu þann 14. dag júlímánaðar 1845. Foreldrar hennar
voru merkishjónin Jón Magnússon og Björg Hallsdótt-
ir, sem lengi bjuggu að Hömrum í Haukadal. Hallur,
faðir Bjargar, var Hallsson og bróðir Ólafs smiðs í
Bitru á Ströndum, sem var orðlagður dugnaðar- og
gáfumaður. — Um ætt Herdísar og æfi hennar, meðan
hún var á íslandi, hefi jeg litlar upplýsingar getað