Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 44
42
• Hlín
fengið. Hún mintist sjaldan á það þau ár, sem jeg
þekti hana. — Þó man jeg, að hún sagði mjer einu
sinni, að faðir sinn hefði rakið ætt sína til Magnúsar
sýslumanns á Rauðasandi, Jónssonar á Svalbarði,
Magnússonar.
Herdís skýrði mjer frá því, að hún hefði snemma
lært að lesa, hefði í æsku lesið allar þær íslenskar
ljóðabækur, sem hún gat náð í, hefði lært utanbókar
fjöldamörg kvæði og að hún hefði snemma byrjað að
búa til vísur. — Hún kvaðst snemma hafa haft mikla
unum af íslensku þjóðsögunum — hinum fögru huldu-
fólkssögum, og æfintýrum um gott og göfugt fólk. Hún
sagði, að í æsku sinni hefði sjer fundist hver klettur
og hóll, þar sem hún ólst upp, vera glæsileg töfraborg
eða Aladdíns-höll, og hver hvammur og dalverpi un-
aðsríkur álfheimur. Hver sóley, fjóla og fífill, sem óx
í þeim hvömmum og dalverpurn, hefði verið sjer fögur
og göfug kóngsbörn — í álögum.
Herdís ólst upp á myndarlegu heimili. — Faðir
hennar var ágætur maður, og móðir hennar göfug kona
og trúrækin. Af móður sinni lærði Herdís margt, sem
henni kom í góðar þarfir síðar meir, þegar hún kom
út í lífið. Æskuheimili hennar var henni í raun og veru
nokkurskonar æðri skóli, sem bjó hana út með gott
andlegt veganesti, og gaf henni þrek og kjark til að
taka því öllu með stillingu og hugprýði, sem að hönd-
um bar.
Herdís misti föður sinn, þegar hún var á ungum
aldri. Móðir hennar giftist aftur og var Herdís hjá
henni og stjúpa sínum þangað til árið 1868, að hún
giftist Gunnlaugi Arasyni, sem hún misti eftir sjö eða
átta ára sambúð. Þau bjuggu síðast á Þorsteinsstöðum í
Haukadal og eignuðust fimm börn; þrjú þeirra dóu
ung, en til fullorðins ára komust þau Gunnlaugur og
Rósbjörg. — Gunnlaugur Arason var af góðum ættum