Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 45
Hlín
43
— skyldur hinum ágæta speking Birni Gunnlaugssyni
— og þótti mætur maður og gáfaður. — Sumarið 1876
fluttist Herdís ásamt dóttur sinni, Rósbjörgu, vestur
um haf, en Gunnlaugur sonur hennar varð eftir á Is-
landi hjá Björgu ömmu sinni, sem ól hann upp.
Herdísi varð samferða til Vesturheims allmargt fólk
úr Dala-, Snæfellsness- og Barðastrandarsýslum, og
þar á meðal Jóhannes Bjömsson, er tók sjer nafnið
„Bray“ eftir að hann kom til þessa lands. Hann varð
seinni máður Herdísar.
Þau Jóhannes og Herdís komu vestur í þeim hóp,
sem lagði af stað frá Borðeyri við Hrútafjörð um eða
eftir miðjan júlí 1876. Sumt af því fólki tók sjer ból-
festu í Mikley í Winnipeg-vatni seint í septembermán-
uði þá um haustið, og þar á meðal voru þau Jóhannes
og Herdís. Kristín Teitsdóttir frá Ytra-Leiti á Skógar-
strönd var ein í þessum hóp. Hún var mikil vinkona
Herdísar. Kristín segir um hana í brjefi til mín 1934:
„Foreldrar mínir, Teitur Stefánsson og Guðbjörg
Guðbrandsdóttir frá Ytra-Leiti á Skógarströnd, tóku
Herdísi með litlu dóttur hennar, Rósbjörgu, í sitt fá-
tæklega hús yfir veturinn (1876—77) og byrjaði þar
kynning okkar og vinátta, er hjelst óslitin þaðan í frá.
Jeg var unglingur, aðeins 15 ára, er við kyntumst, og
hafði hún strax þau áhrif á mig, eins og alla, er hún
kyntist, að laða mig að sjer með sinni einsdæma góð-
vild og glaðværð. Jeg minnist ætíð þeirra tíma með
þakklæti til hinnar sáluðu vinkonu minnar. Hún var
bjartsýn og djörf, trygg og ástúðleg í umgengni við
alla, enda reyndist hún mjer sem ástrík móðir, bæði þá
og alla æfina í gegn. — Þenna fyrsta vetur, er við vor-
um í Mikley, gekk bóluveikin, sem var hin hörmuleg-
asta plága, og skildi hvarvetna eftir djúp og svíðandi
sár. Foreldrar mínir mistu son sinn á unga aldri. Ekki
man jeg til að Herdís fengi bóluna. — Herdís var mjög