Hlín - 01.01.1938, Side 47
Hlin
45
vissi um baráttu hennar á frumbýlings-árunum, vissi
um hina dæmafáu góðgerðasemi hennar og höfðings-
skap, hreinlyndi hennar, trygð og staðfestu.
Það var vorið 1882, að jeg fyrst komst í kynni við
þau Jóhannes og Herdísi. Þau áttu þá heima í Winni-
peg. Jeg var í nágrenni við þau í nokkur ár og kom
iðulega í hús þeirra. Þar var oft gestkvæmt, og var
öllum tekið með opnum örmum sannrar gestrisni. Jeg
man, að Herdís hafði mikla unun af að tala um skáld-
skap, en sjaldan fór hún með vísur eftir sjálfa sig, og
mun hún þó oft hafa ort tækifærisvísur á þeim árum.
Að líkindum hefir hún aldrei skrifað upp kvæði þau
og vísur, sem hún orti á yngri árum, og fáa látið heyra
neitt af því, nema nánustu vini sína.
Það, sem sjerstaklega vakti athygli þeirra, er nokkuð
kyntust Herdísi, var það, hve hún var ávalt fús til að
rjetta þeim hjálparhönd, sem þurfandi voru eða bágt
áttu. Henni var það meðfætt að vilja styðja og styrkja
þann, sem var lítilmagna — vildi af öllu hjarta hjálpa
þeim til að ná rjetti sínum, sem orðið höfðu fyrir rang-
sleitni, eða farið halloka í baráttu sinni fyrir góðu mál-
efni. Hjá henni var rjettlætis-tilfinningin sjerlega rík
og hjartagæskan á svo háu stigi, að hún átti þar fáa
sína líka. — Skáldið Bjarni Thorarensen sagði um
Geir biskup Vídalín, að hann hefði ekki þolað að heyra
neinn gráta. Hið sama mátti með sanni segja um Her-
dísi. Hún þoldi ekki að heyra neinn gráta. Hún mátti
ekkert aumt sjá. — Hún gekk mörgum fátækum og
munaðarlausum ungling í móðurstað — var altaf að
hjálpa einhverjum, sem liðsinnis þurfti við, jafnvel
þegar, hún sjálf var fátæk og átti á ýmsan hátt í vök
að verjast. — Og hún var ávalt trúr og staðfastur vin-
ur vina sinna. — Hún var kona yfirlætislaus og kærði
sig ekki um, að fólk hefði það í hámælum, sem hún
gerði öðrum til hjálpar og líknar. Og hún gerði aldrei