Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 48
46
Hlín
mikið úr þeim erfiðleikum, sem hún átti við að stríða
á fyrstu landnáms-árunum hjer. Þeir erfiðleikar voru
þó miklir, en hún sigraðist að lokum á þeim öllum, þótt
hún hefði aldrei orð á því í því skyni að hrósa sjer.
Þó að Herdís væri komin um þrítugt, þá er hún flutt-
ist til Ameríku, var hún furðanlega fljót að læra að
mæla á enska tungu, og lesa hana tilsagnarlaust. Hún
las mikið af góðum merkum enskum ritum á síðari ár-
um. — Hún komst snemma í kynni við mentað ensku-
mælandi fólk eftir að hún fluttist til Winnipeg. Og
margt af þessu fólki urþu góðir og einlægir vinir henn-
ar, eins og til dæmis prestshjónin Dr. og Mrs. Gordon
(rithöfundurinn Ralph Connor) og læknirinn Dr.
McArthur og fleiri, sem vel kunnu að meta gáfur og
skapgerð þessarar mætu og höfðinglegu útlendu konu
og töldu hana með bestu vinum sínum.
Jóhannes Björnsson (Bray), seinni maður Herdísar,
dó þann 15. mars 1903. Hann var ágætur maður, orð-
var og gætinn og hvers manns hugljúfi. Jóhannes og
Herdís áttu sex börn, þrjú þeirra dóu ung, en þrjár
dætur komust til fullorðins-ára og eru þær þessar:
Aurora Sigurbjörg (Mrs. M. Wood), Kristín Normandía
(Mrs. G. M. Bankes), og Anna (Mrs. W. J. Crooks). Og
eru þær allar búsettar í Winnipeg. — Þau Jóhannes og
Herdís tóku til fósturs stúlku, Eugene Violet að nafni,
þegar hún var ungbarn og ólu hana upp. Hún giftist
Mr. J. Frechette og býr í Winnipeg. Þar á líka heima
Rósbjörg Gunnlaugsdóttir, elsta dóttir Herdísar. Það
má segja að Sigurlaug Sigurðardóttir (Mrs. Johnston)
hafi að nokkru leyti verið fósturdóttir Herdísar, Her-
dís reyndist henni ávalt sem góð og ástrík móðir, og
Sigurlaug elskaði hana og virti.
Jeg hafði jafnan mikla unun af því að koma á heim-
ili þeirra Jóhannesar og Herdísar. Mjer fanst þar
æfinlega svo bjart og hlýtt. Jeg man sjerstaklega eftir