Hlín - 01.01.1938, Page 49
47
Hlin
einu laugardagskvöldi í febrúarmánuði árið 1900. Það
kvöld kom jeg þangað með ungum íslenskum menta-
manni. Jeg man, hve setustofa þessara góðu og gest-
risnu hjóna var björt og skemtileg þetta kvöld og hvað
mjer leið vel. Jeg man hve Herdís var glöð og tíguleg,
og hve-bjart var yfir henni, þar sem hún sat við borð-
ið, og skrafaði við okkur. Talið snerist aðallega að upp-
eldismálum, og virtist mjer Herdís bera svo gott skyn
á það málefni eins og hún væri æfður barnakennari.
Jeg man.sjerstaklega eftir því, að hún viðhafði að síð-
ustu þessi orð, sem Pestalozzi lætur Geirþrúði segja
við skólakennarann í skáldsögunni „Leonard og Geir-
þrúður“: „Það er gott og blessað að börnin læri eitt-
hvað, en hitt er þó meira um vert, að þau verði eitthvað“.
Æfikvöld Herdísar var bjart og rólegt. Hún undi
sjer vel meðal dætra sinna og vinanna góðu. — Jeg sá
hana í síðasta sinni vorið 1926. Hún var þá enn ern og
glaðleg og ung í anda. Og var unun að hlýða á tal
hennar. — Hún andaðist að heimili dóttur sinnar, Mrs.
M. Wood, þann 3. dag janúarmánaðar 1934. Hún var
jarðsungin þann 6. s. m. Skáldið og presturinn Dr. C.
W. Gordon flutti húskveðju á heimilinu, en í Fyrstu
lútersku kirkjunni, þar sem aðal útfarar-athöfnin fór
fram, fluttu þeir Dr. Björn B. Jónsson og síra Runólf-
ur Marteinsson ræður, en Rev. Dr. G. A. Woodside
flutti þar bæn á ensku. — Bæði vestur-íslensku viku-
blöðin birtu ágætar greinar um hana, og hennar var
líka getið í dagblöðunum ensku í Winnipeg. — Skáldið
Magnús Markússon orti um hana fögur eftirmæli, og
eins skáldkonan Mrs. Margrjet Sigurðson. Líka hef
jeg lesið fögur kvæði um hana á ensku, sem þær Her-
dís Bankes (dótturdóttir Herdísar) og Maud E. Gal-
braith (vinkona hennar) hafa ort.
J. Magnús Bjarnason, Elfros, Sask., Can.