Hlín - 01.01.1938, Side 50
48
Hlín
Úr ,IHeimsKringlu‘'.
(Brot).
Foreldraheimili Herdísar var mjög trúrækið og hafði
það snemma mjög djúp og varanleg áhrif á hana. Var
hún hin trúræknasta kona, hjelt þeim sið, er hún hafði
alist upp við í æsku, að lesa jafnan húslestra, og það
eftir að hún var komin til dóttur sinnar, sem 'gift er
hjerlendum manni. Las hún upphátt fyrir sig og hana
og þá er á vildu hlýða. Miklar mætur hafði hún á ís-
lenskum fræðum og tungu og öllu því er laut að bók-
mentum. Kendi hún dætrum sínum íslensku svo þær
tala hana vel. — Skömmu eftir hingaðkomuna nam
hún ensku, las hana og talaði og fylgdist með því, sem
hjer var að gerast. Hún var kona mjög stilt í lund, al-
úðleg og góðgjörn, og var heimili hennar hjer í bæ á
hinum fyrri árum, sannnefndur griðastaður og athvarf
íslenskum stúlkum, er til bæjarins komu, og fáa áttu
að. Reyndist hún þeim sem móðir. Mætti mörg
dæmi þessu tilfæra, ef þörf gerðist og eftir væri leitað.
Annir og heimilisstörf tóku lengst af upp mestan henn-
ar tíma, svo hjástundirnar urðu fáar til lesturs og
ljóðagerðar, sem hugur hennar þráði þó einna mest.
R. P.
Sigurfljóð Einarsdóttir Ijósmóðir
frá Grund í Höfðahverfi Suður-Þingeyjarsýslu.
Það þýtur eigi mikið í laufi, þó gömul kona södd æfi-
daga hnigi í valinn. — Það kvað ei heldur við neinn
hjeraðsbrestur við fráfall Sigurfljóðar Einarsdóttur,
ljósmóður frá Grund, en æfistarf þeirrar gömlu, mætu
konu var að mörgu leyti svo merkilegt, að minningin