Hlín - 01.01.1938, Page 51
49
Mn
vun hana og störf hennar mun lifa í hugum þess fólks,
er naut þess að kynnast henni.
Sigurfljóð á Grund — þannig heyrði jeg hana ætíð
nefnda frá því jeg
man fyrst eftir mjer
— þurfti og ei frek-
ari skýringa við,
allir könnuðust við
konuna og ljósmóð-
urstörf hennar, að
minsta kosti hjer og
í nærliggjandi sveit-
um. — Jeg hefi
heyrt menn tala um
það, að nafnið væri
einkennilegt og óvið-
feldið. Má og vera
að nokkuð sje hæft
í því, að það sam-
þýðist illa sem
konuheiti beyging-
um íslenskrar tungu.
— En það, sem
mjer er einkum í
barnsminni um þetta
nafn, er hve mikil birta, friður og öryggi mjer, barninu,
fanst ætíð fylgja því. — Okkur systkinunum var kent að
minnast ljósu okkar með virðingu, þökk og hlýjum
huga, og hins sama varð jeg var á öðrum bæjum, bæði
hjá börnum og fullorðnum.
Sigurfljóð var fædd á Granastöðum í Köldukinn 10.
júní 1849. Hún var elst af átta börnum Einars Sörens-
sonar og Guðleifar Magnúsdóttur. — Þau hjón byrjuðu
búskap þá um vorið á Granastöðum, en fluttust ári
síðar að Kolamýrum í Náttfaravíkum, — sú jörð er nú
4