Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 52
50
Hlín
. í eyði, — Þaðan fluttust þau eftir tvö ár að Sandi í Að-
aldal og bjuggu þar á hálflendunni í fimtán ár, 1852—
1867.
Einar bóndi var sonur Sörens, er langa æfi bjó á
Geirbjarnarstöðum í Kinn, Jónssonar í Hólsgerði í sömu
sveit, Árnasonar. — Móðir Sörens var Elsa, dóttir Sör-
ens Kristjánssonar Jenssen, er danskur var að ætt og
uppruna, og kaupmaður (eða faktor) á Vopnafirði, áð-
ur en hann keypti Ljósavatn og fluttist þangað með
konu sína, Guðrúnu dóttur Þorvalds prests að Hofi í
Vopnafirði, Stefánssonar þjóðskálds á Vallanesi, Ólafs-
sonar prófasts í Kirkjubæ eystra, Einarssonar prests í
Heydölum, Sigurðssonar.
Sören á Geirbjarnarstöðum mun hafa borið það nafn
fyrstur innborinna Þingeyinga, og tekið það að erfðum
eftir ættfeður sína danska. Hann var gleðimaður mik-
ill og hrókur alls fagnaðar í hverju boði. Mun honum
um margt hafa svipað til hinna svonefndu Ljósavatns-
systkina, barna Sigurðar, silfursmiðs, Oddssonar og
Marju konu hans, systur Elsu. Var Sören hraðkvæður
og þótti heldur níðskældinn. — Hann var um eitt skeið
hreppstjóri í Ljósavatnshreppi. — Einari, föður Sigur-
fljóðar, mun um margt hafa svipað til föður síns, þótt
eigi væri hann jafn stórbrotinn. — Guðleif kona hans,
og móðir Sigurfljóðar, var orðlögð þrekkona sem hún
átti kyn til. —..Hún dó á Grund hjá dóttur sinni, há-
öldruð. — Faðir hennar var Magnús, bóndi um langt
skeið á Sandi í Aðaldal. Hann var nítjánda og yngsta
barn Guðmundar bónda í Kasthvammi, en Guðmundur
var Árnason og bróðir Jóns, föður Sörens á Geirbjarn-
arstöðum. Var því þrímennings frændsemi með þeim
hjónum, foreldrum Sigurfljóðar. — Móðir Magnúsar á
Sandi var Guðleif síðari kona Guðmundar í Kast-
hvammi. Hún dó á Sandi hjá syni sínum 10. maí 1856
og þá talin 100 ára.