Hlín - 01.01.1938, Side 53
Hlín
51
Foreldrar Sigurfljóðar voru því bæði af hinni kunnu
Illugastaðaætt í Þingeyjarsýslu. - Magnús á Sandi, afi
Sigurfljóðar, var greindur maður og allstórbrotinn í hátt-
um og skaplyndi. Hann var hinn slyngasti yfirsetumað-
ur, sem þeir frændur hans, Jakob hreppstjóri Pjeturs-
son á Breiðumýri og Jóhann Ásgrímsson frá Stafni,
faðir Sigurbjarnar skálds, föður Jakobínu Johnson
skáldkonu í Ameríku.
Sigurfljóð Einarsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum
til 16—17 ára aldurs, og fluttist þá sem vinnukona
fyrst yfir í Kinn til frændfólks síns, en síðan hjer
lengra inn og vestur í sveitirnar. — Þarf varla að taka
það fram, að í æsku naut hún engrar bóklegrar fræðslu
fram yfir það sem þá tíðkaðist og krafist var til ferm-
ingar ungmenna, þó var hún að mörgu leyti mjög fróð
kona, en sjerstaklega var hún vel að sjer í fornsögum
vorum og unni mjög og dáði alla göfgi og drengskap,
er þar birtist, og er mjög líklegt að þaðan hafi verið
runninn, ásamt hinu barnslega trúartrausti hennar, sá
kjarni, er virtist einkenna öll hennar störf á lífsleið-
inni. - Um aðallífsstarf hennar má þó segja, að þarhafi
mestu valdið meðfædd (og ættgeng?) tilhneiging henn-
ar sjálfrar. í ársbyrjun 1875 rjeðst hún í það að læra
ljósmóðurfræði hjá Þorgrími Johnsen lækni á Akur-
eyri, og að loknu því stutta námi byrjaði hún á ljós-
móðurstörfum í Fnjóskadal. — En þótt námið væri
stutt, og vafalaust ófullkomið, samanborið við það sem
nú er heimtað, varð starfstíminn því lengri, og reynsl-
an hefur vafalaust bætt upp ýmislegt, er á námið brast.
— Vorið 1876 fluttist Sigurfljóð niður í Höfðahverfið
og hafði þar fast starf sem ljósmóðir í 30 ár, eða til
ársins 1906, að hún sagði starfinu lausu vegna heilsu-
brests, en gegndi þó ljósmóðurstörfum eftir það um
mörg ár, ýmist algerlega án fastra launa eða sem sett
4*