Hlín - 01.01.1938, Síða 58
56
Hlín
Uppeldismál.
Hinn þröngi hringur.
RœSa, flutt við skólaslit Húsmœðraskólans á
Hallormsstað 30. apríl 1937.
Kæru nemendur! Fáein orð langar mig til að segja
við ykkur enn, áður en vegir skiljast, og beini jeg þeim
einkum til eldri deildar skólans, sem er að fara hjeðan
alfarin.
Það heitir svo, að skóli eins og þessi sje' að búa ykkur
undir lífið. En jeg finn það aldrei eins glögt og þegar
þið eruð að kveðja, hve lítið er veganestið, sem þið
farið með, það veganestið, sem mestu varðar á þessari
löngu leið framundan, hinum ókomnu árum.
Þetta er eðlilegt, það liggur alveg fyrir utan og ofan
verkahring þessa skóla að sinna slíkum viðfangsefnum,
og kannske er það ekki á færi neins skóla að útbúa
slíkt veganesti. Því þó kennari þættist eiga þann skiln-
ing, sem þarf til að leysa og ráða fram úr ýmsum
vandamálum, sem á leið manns hljóta að verða, þá er
ómögulegt að afhenda þann skilning öðrum nema að
mjög litlu leyti. Hver einstaklingur verður að reyna
sjálfur og læra af reynslu.
Þessi skóli er til þess stofnaður að búa ungar stúlkur
undir heimilisstörf, hvort heldur í þrengri merkingu
orðsins, sem vinnandi heimilisstörf, eða víðari merk-
ingu, sem húsmóður. -— Jeg vona, að húsmóðurstörf
og staða bíði ykkar flestra eða allra, sem nú eruð að
kveðja þennan skóla. Langar mig því til að tala við
ykkur fáein orð um heimilið að skilnaði.
Eins og þið vitið, þá eru þessir tímar, sem við lifum
á, næsta undarlegir um margt. Þeir eru margbreyti-
legir og byltingasamir. Og hvort heldur menn vænta