Hlín


Hlín - 01.01.1938, Side 60

Hlín - 01.01.1938, Side 60
58 Hlín terialistisk fjelagshyggja, sem er eitt hið skýrasta ein- kenni vorra tíma, ásamt mjög þröngri einstaklings- hyggju, sem einnig er ávöxtur efnishyggjunnar. í fljótu bragði virðist hjer um fjarstæðu að ræða, því svo sýn- ist, sem einstaklingshyggja gæti ekki þróast í skjóli sterkrar fjelagshyggju, en við nánari umhugsun hlýt- ur hver og einn að sjá, að þetta er ekki aðeins stað- reynd, heldur hlýtur svo að vera, samkvæmt innri, ó- rjúfanlegri eðlisnauðsyn. — En hvorttveggja þetta er fyrirstaða, sem veldur erfiðleikum um að halda á lofti og gera að veruleik hugsjón heimilisins eins og það er í hugmyndum okkar íslendinga og annara norðurlanda- þjóða, þ, e. heimilið sem smáríki í ríkinu, þar sem maður og kona búa saman og ala börn sín upp að mestu leyti án íhlutunar ríkisvaldsins og með það mark jyrir augum að gera þau að frjálsum og hugsandi mönnum. — Takið eftir því! Hversu ólíkt mark eða að uppala börn til að fylgja einhverri ákveðinni ríkis- stefnu. En það er ekki aðeins af hálfu ákveðinnar þjóðmála- stefnu, sem hinu frjálsa heimili er hætta búin, heldur er líka að því ráðist af hálfu einstaklinganna sjálfra nú á tímum. — Og þar komum við að hinni þröngu einstaklingshyggju, er jeg nefndi áðan og hjelt fram að væri annað það, sem einkendi tímann sem við lif- um á. — Af henni er að einhverju leyti sprottin kvenrjett- indahreyfingin svokallaða. — Þessi hreyfing kom á fyrstu tugum 20. aldarinnar fram í kröfum kvenna um stjórnarfarslegt jafnrjetti við karlmenn og kröfu um rjett til sjálfstæðrar atvinnu á öllum sviðum atvinnu- mála. — Hvorttveggja hnossið hefur konum hlotnast í flestum eða öllum löndum þessarar álfu. — Það er ekki mitt að dæma um, hvort þjóðfjelaginu eða konun- um hafi orðið þessi rjettindi til blessunar eða böls. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.