Hlín - 01.01.1938, Side 60
58
Hlín
terialistisk fjelagshyggja, sem er eitt hið skýrasta ein-
kenni vorra tíma, ásamt mjög þröngri einstaklings-
hyggju, sem einnig er ávöxtur efnishyggjunnar. í fljótu
bragði virðist hjer um fjarstæðu að ræða, því svo sýn-
ist, sem einstaklingshyggja gæti ekki þróast í skjóli
sterkrar fjelagshyggju, en við nánari umhugsun hlýt-
ur hver og einn að sjá, að þetta er ekki aðeins stað-
reynd, heldur hlýtur svo að vera, samkvæmt innri, ó-
rjúfanlegri eðlisnauðsyn. — En hvorttveggja þetta er
fyrirstaða, sem veldur erfiðleikum um að halda á lofti
og gera að veruleik hugsjón heimilisins eins og það er
í hugmyndum okkar íslendinga og annara norðurlanda-
þjóða, þ, e. heimilið sem smáríki í ríkinu, þar sem
maður og kona búa saman og ala börn sín upp að
mestu leyti án íhlutunar ríkisvaldsins og með það mark
jyrir augum að gera þau að frjálsum og hugsandi
mönnum. — Takið eftir því! Hversu ólíkt mark eða að
uppala börn til að fylgja einhverri ákveðinni ríkis-
stefnu.
En það er ekki aðeins af hálfu ákveðinnar þjóðmála-
stefnu, sem hinu frjálsa heimili er hætta búin, heldur
er líka að því ráðist af hálfu einstaklinganna sjálfra
nú á tímum. — Og þar komum við að hinni þröngu
einstaklingshyggju, er jeg nefndi áðan og hjelt fram
að væri annað það, sem einkendi tímann sem við lif-
um á. —
Af henni er að einhverju leyti sprottin kvenrjett-
indahreyfingin svokallaða. — Þessi hreyfing kom á
fyrstu tugum 20. aldarinnar fram í kröfum kvenna um
stjórnarfarslegt jafnrjetti við karlmenn og kröfu um
rjett til sjálfstæðrar atvinnu á öllum sviðum atvinnu-
mála. — Hvorttveggja hnossið hefur konum hlotnast
í flestum eða öllum löndum þessarar álfu. — Það er
ekki mitt að dæma um, hvort þjóðfjelaginu eða konun-
um hafi orðið þessi rjettindi til blessunar eða böls. En