Hlín - 01.01.1938, Page 62
60
Hlín
undarlega trúaðir á víðan verkahring, eins og hann
hefði eitthvert gildi í sjálfu sjer, eins og ummál hrings-
ins hefði sjálfstæða þýðingu. — Muninum á lífsgildi
æfistarfs í víðum og þröngum hring hefur sennilega
hvergi verið betur lýst en í „Pjetri Gaut“, þar sem
skáldið teflir fram einyrkja bónda úr einni þessari
þröngu dalskoru á vesturströnd Noregs móti hinum
víðförla og rótlausa flakkara og heimsborgara, Pjetri
Gaut. — Það fyrsta, sem mætir honum, er hann kem-
ur heim til ættjarðarinnar eftir langa útivist, skip-
brotsmaður í öllum skilningi, er jarðarför þessa norska
bónda. — I ræðunni lýsir presturinn fábreyttri æfi
einyrkjans. — Þar er þessi snildarlýsing á manninum
með hinn þrönga hring í niðurlagi ræðunnar: „Já, hann
var skammsýnn maður allan aldur / og utar sínum
verkhring sá ei hót, / þau orð sem áttu að hrífa hjart-
ans rót, / þau hurfu’ honum sem bjallnaglam og
skvaldur. / Þjóð, föðurland og allt sem hátt er hafið /
var honum jafnan þokuskýjum vafið. / En auðmýktin
var einkunn þessa manns, / hann var sem höggvinn
kvistur kirkju og ríki, / Hann kunni ei vera þegn, en
heima við / í sinna hóp, — þar var hans verksvið — /
þar var hann góður, mikill, sjálfs síns líki. / A sína
tóna hann ljek í hverju ljóði, / hans líf var strengjaspil
með deyfðu hljóði. / í kyrð var stríðið háð og fallið
hljótt“.
Guðmundur Friðjónsson hefir líka lýst á fagran og
eftirminnilegan hátt hinum þrönga verkahring kon-
unnar í kvæðinu: „Ekkjan við ána“, þar sem þessi
fagra vísa er: „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þenn-
an blett, / af ánni nokkra faðma og hraunið svart og
grett. / Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum meg-
in, / hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn“.
Nei, það fer ekki eftir því hvar er lifað heldur hvern-
ig. — Gildi hins þrönga hrings, heimilisins, liggur þess