Hlín - 01.01.1938, Page 63
éi
Hlín
vegna heldur ekki í því, að hann er þröngur, heldur í
því, að hann skapar mönnunum ákveðin skilyrði, þar
sem sumt af því, er þeir eiga best í sál sinni, nýtur sín
og þroskast betur en annarstaðar.
Mun jeg nú að síðustu reyna að draga fram í hverju
þessi verðmæti heimilisins eru fólgin, og hvers vegna
okkur konunum ber að líta á stöðu okkar þar sem
rjettindi, er við eigum kröfu til að eignast, köllun, er
við sjeum bornar til. — Þetta er auðvitað móðurrjett-
ur konunnar með þeim skyldum, sem honum fylgja. —
Jeg hygg, að engin kona finni sjálfa sig til fulls fyr en
hún verður móðir. Með því eðli sínu hlýtur hún að
standa í miklu nánara sambandi við lífið en karlmað-
urinn. Hún situr eiginlega við uppsprettu þess og teyg-
ar af lindum þess. — Alt annað, sem bundið er við eðli
konunnar sem móður, er' frá þessu runnið og skilst að-
eins gegnum þetta eina. Hún hefur drukkið lífsins
vatn. Því hvaðan ætti annars að stafa þessi marg-lof-
sungni móðurkærleikur og fórnfýsi sú og þróttur, sem
við þann eiginleika eru bundnir?
Nú má segja, að þessi hlið hins kvenlega eðlis krefj-
ist ekki heimilis. Konur geta átt börn, án þess að eiga
heimili, og til þess ætlast þær þjóðmálastefnur og þeir
menn, sem amast við heimilunum. En þeir sömu menn
ætlast heldur ekki til að mæðurnar ali upp börn sín,
eins og jeg hef áður minst á. — Vel má vera, að þessir
menn hafi á rjettu að standa um það, að undir eftirliti
ríkisins sje hægt að veita börnunum eins góða, og
kannske oft betri, líkamlega aðbúð og aðhlynningu, og
frá sjónarmiði efnishyggjunnar er það nægilegt. — En
hver sjer um andlegu hliðina? — Jeg á ekki við, að
ríkið geti ekki sjeð munaðarlausum börnum fyrir
skólagöngu. En getur það nokkurntíma fullnægt og
svalað dýpstu þrá barnssálarinnar eða mannssálarinn-
ar? — Nei, það getur það ekki, fyr en allir menn eru