Hlín - 01.01.1938, Síða 67
65
Hlín
fastri þeirri hugsun, að öllum þessum rjettindum: Móð-
urrjettinum, heimilisrjettinum, guðsbamarjettinum
fylgja skyldur, og að á milli rjettinda og skyldu þarf
að vera rjett samband eða hlutfall, ef vel á að fara.
Að þið sýnið í lífi ykkar vilja og getu til að inna af
hendi þessar skyldur, sem allar eru í insta eðli sínu
skyldur við Guð, af því „frá honum, fyrir hann og til
hans eru allir hlutir“, það er mín seinasta ósk til ykk-
ar á þessari skilnaðarstundu.
Sigrún P. Blöndal.
Heimilisiðnaður.
Framkvæmdir og framtíðarhorfur.
Eftir leiðbeinanda almennings í heimilisiðnaði.
„Hvað segir þú um heimilisiðnaðinn í landinu, er
hann í framför eða í afturför?“ Þannig spyrja menn oft
og tíðum. -— Jeg mun reyna að svara þessari spurningu
með eftirfarandi línum:
Þrátt fyrir fólkseklu í sveitum landsins, er þar mikið
unnið af ýmislegum heimilisiðnaði, fyrst og fremst til
eigin afnota, og nokkuð til sölu. — Af mjög fínni vinnu
er, af eðlilegum ástæðum, ekki unnið jafnmikið og áð-
ur í sveitunum. í bæjunum er, og hefur reyndar altaf
verið mikið framleitt af ýmsum heimilisiðnaði til not-
kunar heima fyrir, en á seinni árum er farið að fram-
leiða þar býsna mikið til sölu, og mætti þó verða meira,
og verður það vonandi smám saman. — Nú eru menn
alment farnir að sjá það, að það eru einmitt bæirnir,
sem eiga að framleiða söluvarninginn, því þar er svo
margt um manninn og ekki allir við mikið bundnir.
5