Hlín


Hlín - 01.01.1938, Page 68

Hlín - 01.01.1938, Page 68
66 Hlín Þær frjettir um vinnubrögð til og frá á landinu, sem „Hlín“ hefur verið sent til birtingar, sýna það ljóslega, að margt og mikið er unnið. — Renna margar stoðir undir þessar framkvæmdir. Ríkissjóður. — Þótt oftlega sje á það minst, að Al- þingi skeri æði mikið við neglur sjer styrkinn til heim- ilisiðnaðarins, og að æskilegt væri að þar væri rífleg- ar skamtað, þá er það ekki svo lítil upphæð, sem geng- ur til þessara hluta óbeinlínis, samt sem áður, úr rík- issjóði, og óvíst að önnur lönd geri þar betur. Það sem einna mest og best hefur stutt heimavinn- una, tóvinnuna, hin síðari ár er, að Alþingi tók upp þann góða sið að styrkja fólk til verkfærakaupa, (prjónavjelar, vefstóla og þau áhöld, sem þeim fylgja, og spunavjelar, alt að Ys kaupverðs). Þetta hefur ver- ið mjög vinsælt og komið sjer vel í mörgum tilfellum, aukið stórum vefnað og vjelprjón, og spunavjelarnar hafa gert mönnum fært að spinna ullina til fatnaðar. Skólar og sýningar. — í skólum landsins eykst kensla í handavinnu af ýmsu tagi ár frá ári. og eftir öllum sólarmerkjum að dæma, mun sú alda nú vera að ganga yfir landið að auka handavinnuna allsstaðar í skólun- um og gera hana sem hagfeldasta. Húsmæðra- og kvennaskólarnir hafa sjerstaklega mikil áhrif um bætt- an smekk og endurbætur á ýmsum vinnubrögðum, á það ekki síst við um vefnaðinn , sem eykst stórum i landinu á seinni árum. (Vonandi má líka eitthvað þakka það vefnaðarbókinni, sem árlega fylgir „Hlín“, og sem fer í þúsundum eintaka víðsvegar um landið). Skólarnir eiga upptökin að því að nota allskonar vefnað og íslenskan útsaum til búnaðar í skólunum sjálfum. — Sjón er jafnan sögu ríkari. — Með smekk- vísi og prýði er þar sýnt og sannað, að íslensk vinna, íslenskt efni og íslenskar gerðir eru nothæft í hin prýðilegustu húsakynni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.