Hlín - 01.01.1938, Page 69
Hlín
67
Fyrir alt þetta eiga skólarnir hinar mestu þakkir
skilið.
Allir skólar landsins, sem kenna handavinnu, hafa
sýningar að enduðu námi, eru þær sýningar mörgum
góður skóli.
Námsskeið og sýningar. — Heimilisiðnaðarfjelög,
Kvennasambönd og kvenfjelög hafa árlega, víðsvegar
um landið, námsskeið í ýmsu verklegu fyrir þá, sem
ekki hafa tíma nje tækifæri til að sækja skólana. —
Sýningar eru haldnar að enduðu hverju námstímabili.
— Þessi verklegu námsskeið munu skifta tugum ár
hvert til og frá um landið. — Sýnir áhugi manna að
sækja þau og ummæli nemenda, hve afarmikilsvirði
þessi kensla er. — Þar læra menn nýjar aðferðir og
hagfeldari við ýmislegt, sem menn kunnu áður, fá
nýjar hugmyndir, áhugi vaknar og smekkur þroskast
og augun opnast fyrir nothæfi þess efnis, sem fyrir
hendi er. — Bæði skólarnir og námsskeiðin eru að
sjálfsögðu rekin með styrk af ríkisfje, á því ríkisvaldið
þakklæti skilið fyrir þann stuðning, sem þessu starfi
veitist. Að sjálfsögðu er mikið lagt á móti, bæði af fje
og einkum af vinnu.
Hugsunarháttur almennings. — Hinn svokallaði al-
menningur hefur oft fengið orð í eyra fyrir að hann
vildi ekki nota íslensk föt nje íslenska muni í híbýlum
sínum, og margir hjeldu að hann væri algerlega ólækn-
andi á því sviði. Nú virðist þetta vera að breytast. Má
án efa þakka það mikið íþróttunum og íþróttamönnun-
um, að fólkið er farið að klæða sig betur. Það er orðið
móðins að vera hlýlega klæddur á ferðalögum. Það er
gott, þegar móðurinn gengur í lið með skynseminni!
Sömuleiðis virðist fólkið vel ánægt með þann umbún-
að, sem t. d. Húsmæðraskólarnir hafa í sínum sala-
kynnum. Það vekur aðdáun alls almennings, hve
smekklega og fallega má búa með heimaofnu og með
5*