Hlín - 01.01.1938, Side 76
74
Hlín
Skólanefnd -Blönduósskóla hefur fyrst allra tekið upp
þessa stefnu og lofar 2 stúlkum að njóta framhalds-
náms í öllum námsgreinum á ári, og hefur það gefist
mjög vel. — Vefnaðarstúlkurnar hafa t. d. unnið mikið
og þarft verk í hjeraðinu. — Skólanefnd og kennarar
eiga miklar þakkir skilið fyrir þetta framtak.
Samvinna kennaranna í Húsmœðarskólunum.
Við eigum mjög mikið undir Húsmæðraskólunum,
hvernig þeim tekst að leysa hin ýmsu verkefni og
vandamál, sem fyrir liggja um mentun kvenna og
framtíðarstörf þeirra fyrir land og lýð. — Á þeim hvíl-
ir mikil ábyrgð og mikill vandi.
Við höfum verið svo heppin, að í þessi störf hafa val-
ist margar ágætar konur sem 'hafa leyst hið vandasama
starf prýðilega af hendi. — En væri ekki nánari sam-
vinna milli þeirra, sem vinna þessi vandasömu störf,
þörf og nauðsynleg? f>að er sannfærng mín, að af þeim
samtökum mundi margt gott hljótast. Og vonandi
verður þess ekki langt að bíða, að þessar konur hafi
fund með sjer í einhyerjum hinna fögru skóla og ráði
ráðum sínum. — Fjelagsleg samtök eru alls ekki nauð-
synleg, en kynning og samvinna mundi áreiðanlega
leiða til margs góðs.
Sýning Húsmœðraskólanna 1940.
Eitt er það mál, sem mig langar til að leggja fyrir
forstöðukonUr skólanna, og sem jeg bið þær að athuga
vel, það er hvort ekki muni tímabært að hafa Lands-
sýningu í Reykjavík 1940 frá öllum skólunum í samein-
ingu. En sleppa í þetta sinn að nokkru leyti þeirri hug-
mynd, sem einu sinni vakti fyrir heimilisiðnaðarfólk-
inú í landinu að hafa almenna Landssýnngu á heimilis-
iðnaði landsmanna 1940. — Á hinn bóginn væri sjálf-
sagt að útiloka ekki með öllu þátttöku heimilanna.