Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 80
78
Hlln
leiðbeina húsmaeðrum um ýmislega handavinnu. —
Varð jeg áhrifa þeirra víða vör í Manitoba. í því fylki
er mjög mikið um sauðfjárrækt. Voru því leiðbeining-
ar af hálfu hins opinbera sjerstaklega miðaðar við með-
ferð ullar og notkun hennar til klæðnaðar og annara
heimilisnota. — Ullin var á verstu krepputímum verð-
laus að kalla eins og fleira af framleiðsluvörum bænda
(3—5 cent, eða 15—25 aura pundið af ullinni óhreinni).
Nú er verðið 15—20 cen-t pundið.
Þá hjálpar tískan drjúgum til. Hin stóru verslunar-
hús, sem hafa ullar- og bómullargarn til sölu, hafa öll
kenslustofu, er veitir ókeypis tilsögn í öllu er að prjóni
og hekty lýtur, sem notað er til ýmislegrar fatagerðar
á börn og fullorðna. Fjöldinn allur af konum, eldri og
yngri, í bæjum og til sveita, nota heimaprjónaða eða
heklaða kjóla, ýmist úr ullar- eða bómullargarni og
sómir það sjer ágætlega.
Margar íslenskar konur vinna sjer inn drjúgan skild-
ing með því að prjóna eða hekla slíka kjóla fyrir ná-
ungann. — Til kvenfatnaðar heyra glófar, og hafa kon-
urnar tekið sjer fyrir hendur að hekla þá úr fínu garni,
prýðilegt verk.
í Manitobafylki, þar sem íslendingar eru flestir, er
mikið um ullarvinnu, kuldinn knýr menn til að nota
ullarfatnað og í öðru lagi hagar svo til, að einn aðal
atvinnuvegur þeirra, sem landið byggja, bæði íslend-
inga og annara þjóða, eru fiskveiðar í hinum fiskisælu
vötnum fylkisins, og því mikil þörf á hlýjum klæðnaði.
Þá kom sjer vel kunnátta landanna á meðferð ullar-
innar, enda hafa þeir haft hennar góð not.*
Maður sjer allsstaðar hjá eldri löndum ýmisleg ullar-
vinnuáhöld: Rokka, kamba, bæði stólkamba og algenga
* Winnipeg er höfuðborgin. ibúatalan ’/< miljón, þar af um 4,000
islendingar.