Hlín - 01.01.1938, Síða 81
Hlín
79
kamba, prjóna, snældustóla og hringprjónavjelar. Sum-
ir komu með þessi áhöld að heiman, en hjer eru einnig
rokka- og kambasmiðir og bæði sænskar og norskar
verslanir, og jafnve'l stórverslanir bæjanna, hafa rokka
og kamba ^ boðstólum, sem hafa reynst vel. Jeg hefi
víða sjeð stólkamba í notkun, því ullin er víða heima-
kembd, þó nóg sje af kembingarvjelunum í landinu.
Mjer þótti gaman að sjá gömlu bændurnar vera að
samkemba og kemba fyrir konurnar sínar milli mála í
30 stiga hita í sumar, (Celsius).
Það sem sjerstaklega er framleitt, auk nærfata og
plagga til heimanotkunar, er söluvarningur .ýmiskonar,
mest vetlingar, sem notaðir eru við fiskiveiðarnar í
vötnunum, en einnig sokkar og peysur. í vetlingana
hafa margir eingirni og kemba og spinna ullina heima,
og margir handprjóna vetlingana alveg, en aðrir prjóna
í hringvjelum, sem hjer eru almennar, en handprjóna
totur og þumla. Þessir vetlingar eru seldir á 30—35
cent parið (kr. 1.35—1.55) og fást 4—5 pör úr pundinu.
Stórverslanir bæjanna kaupa þessa vetlinga í þúsunda-
tali. Þess eru dæmi meðal íslendinga, bæði í borgum
og bygðum, að eitt heimili hefir selt 5—600 pör á ári.
Vetlingarnir eru ýmist hvítir, gráir eða bláu yrjað
saman við hvítt. — Sokkar eru einnig framleiddir, ým-
ist handprjónaðir eða vjelpi’jónaðir og peysur nokkuð,
þær eru eingöngu handprjónaðar, því breiðar vjelar
eru alment ekki til á heimilunum. Sumir lyppa ullina,
en spinna ekki, og prjóna svo peysur úr, eru þær hlýjar
og góðar og hafa verið keyptar í stórverslunum. Alls-
staðar sjer maður heimaunnar peysur, nærföt og plögg.
Þá er ekki síður unnið af kappi að rúmábreiðugerð
víðsvegar í borgum og sveitum, bæði til sölu og til
heimanotkunar (Stoppteppi—Quilt). Þessar ábreiður
tíðkast, held jeg, vítt og breitt um Ameríku, a. m. k.
hefi jeg hvarvetna, bæði í Canada og Bandaríkjunum,