Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 86
84
Hlín
hjá sjer konunum heima, sem ekki þoldu að stíga rokk-
inn, en vildu fyrir hvern mun spinna. Snældu-umbún-
ingurinn var líkur og á vanalegum rokk og spunnið úr
kembum eða lopa.
Þegar þess er gætt, hve litla hjálp húsmæðurnar,
bæði í bæjum og sveitum, hafa við innanhússtörf, má
það merkilegt heita, hve miklu þær koma í verk af
handavinnu, þjónustubrögðum, og ýmislegri fegrun
heimilisins og hve víða og hve vel þær taka þátt í fje-
lagsstörfum, koma stundum með börnin á handleggn-
um á fjelagsfundina. — Þær mála sjálfar og „pappíra11,
sníða, sauma, prjóna og hekla. Fæstar hafa vinnukon-
ur, en bót er það í máli, að karlmennirnir hjálpa mikið
við ýms hússtörf og börn og unglingar eru vanin við
að hjálpa sjer sjálf og að hjálpa til úti og inni, að áhöld
öll og tæki eru mjög auðveld í notkun, húsin hentug
og harðviður í öllum gólfum, mataræði einfalt hvers-
dagslega og matarefnin nærtæk og síðast en ekki síst,
eldsneytið ágætt: rafmagn eða eldfimur viður. — Þá
má ekki gleyma þvottavjelunum, sem eru mjög al-
gengar, bæði í bæjum og sveitum, þær ganga fyrir raf-
magni og sömuleiðis vindingarvjelarnar, sem eru í
sambandi við þær, þetta gerir vikulega þvottinn kvenn-
anna í Ameríku fljótlegan og hægan.*
* Skólafólk, sem þarf að vinna fyrir sjer, tekur að sjer ýms
heimilisstörf. Stúlkurnar fá fæði og húsnæði fyrir að vinna
húsverk, leggja í miðstöðina, ræsta húsið, taka til morgunmat-
inn, koma börnunum í skólann, hjálpa til við aðalmáltíðina kl.
6, og vinna á laugadögum fyrir heimilið. — Sumar skólastúlk-
urnar taka að sjer að líta eftir börnum á kvöldin, þegar hús-
móðirin þarf að fara að heiman, fyrir dálitla þóknun. — Piltar
hirða miðstöðvar, ganga um beina við mötuneyti skólanna,
bera út blöð o. fl. — Ekki má þetta fólk sofa öll augu úr höfði