Hlín - 01.01.1938, Síða 87
Hlín
85
Það sem sagt hefur verið um heimilisiðnað Islend-
inga vestan hafs, á að miklu leyti heima um hina
ýmsu þjóðflokka, sem þar búa. Þangað eru komnar
þjóðir úr öllum löndum undir himninum, hver með
sína mentun og menningu, andlega og líkamlega. Þetta
aðkomufólk verður brátt fyrir miklum áhrifum af
þarlendri menningu og mentun. Svo vinnur það þau
störf í hinum nýja verkahring, sem þörf og tíðarandi
krefur. — Það er heilbrigð þróun og eðlileg.
Halldóra Bjarnadóttir.
Gólfrenningar úr tuskum.
Það er farið að tíðkast mjög mikið um öll Norður-
lönd og víðar um heim að hafa tuskuræmur í fyrirvaf
í gólfrenninga. Þykir þetta hlýlegt á gólf og hentugt
að því leyti að efnið er ódýrt. — Þarna getur líka notið
sín listasmekkur hvers eins, því tuskurnar má lita svo
sem hver vill vera láta. Uppistaðan er netagarn, tvinn-
aður togþráður eða seglgarn. — Varpið á voðinni er
sem svarar 20—30 tennur á 10 cm., en auðvitað má nota
fínni skeið með því að hlaupa yfir tennur. — Fyrir-
vafið er klipt niður í jafnbreiðar ræmur og saumaðir
vel saman endarnir. Þetta er svo undið upp í hnykla
og geymt þangað til farið er að vefa. — Það má nota
hvaða tuskur sem er: Ull, bómull, silki — og jafnvel
striga. Ofnar strigamottur eru ágætar við útidyr og á
ganga. — Það þarf að vefa alla þessa gólfrenninga
nokkuð fast, svo þeir verði stöðugir á gólfunum. Það
má klippa fyrirvafið í nokkuð breiðar ræmur, því það
berst svo saman. — Skyttan, sem notuð er við þennan
vefnað, er spýta alt að því Vz m. á lengd og er gert
sjer. Það þarf eins og börnin að komast í skólana kl. 9 að
morgni. (Matartíminn er frá kl. 12—1%. Skólarnir eru allir
úti kl. 4 s.d.).