Hlín - 01.01.1938, Síða 92
90
Hlín
arsstaðar, og hefja svo teppavefnað með trú á ullinni
okkar og á starfshæfni og smekkvísi íslenskra vefara:
Karla og kvenna. — Þá fer ekki hjá því, að menn vilja
kaupa, íslensk gólfteppi í stað hins erlenda efnis.
S.
Ein af þeim konum, sem hefur gert mikið að því að
vefa gólfteppi hin síðari ár, er Ragnhildur Pjetursdótt-
ir á Háteigi við Reykjavík. Myndin sem hjer fylgir,
er af Ragnhildi, þar sem hún situr úti fyrir húsdyrum
sínum og er að ganga frá einu teppinu sínu, eftir að
hún hefur felt það niður úr vefstólnum. — Hin mynd-
in er af einu af teppum Ragnhildar, sem var á sýningu
í Stokkhólmi s. 1. ár. — Samskonar teppi var og í sýn-
ingarleiðangrinum í Ameríku. — Þóttu þau sóma sjer
ágætlega á báðum stöðum. — Öll teppi Ragnhildar eru
með flosvefnaði (sama gerð og á gömlu, íslensku flos-
sessunum). Er það bæði fallegur, þjóðlegur og sterkur
vefnaður. — Hún notar að sjálfsögðu eingöngu íslenska
ull og að miklu leyti sauðarlitina.
H. B.
Salonsábreiður.
Það hefur lengi tíðkast í mörgum sveitum þessa
lands að nota salonsofnar ábreiður yfir rúmin, en í
sumum hjeruðum aftur á móti er vefnaður þessi ekki
þektur. — Ef verða mætti að þeir, sem eru vefnaði
þessum ókunnir, gætu haft not af þessum litla leiðar-
vísi, þá væri vel. — Salonsofnar ábreiður hafa jafnan
sómt sjer vel í íslenskum baðstofum, og þær fara líka
vel á legubekkjunum í nýju húsunum. — Vefnaðurinn
er mjög einfaldur, svo æfðum vefurum mun ekki verða
skotaskuld úr því að læra hann, Það er heldur ekki