Hlín - 01.01.1938, Page 93
Hlín
91
svo sjerlega mikiö verk að koma sjer upp ábreiðum,
eftir að spunavjelin er komin, sem spinnur þráð betur
en nokkur spunakona hjer á árunum, segja vefararnir.
jfMtffmffíf
? I
Salonsvefnaður.
— Ábreiðurnar má vel vefa í einbreiðum vefstól og
sauma lengjurnar saman í saumavjel, en þess þarf að
gæta að vefa jafnt, svo alt standist á.
Uppistaða: Tvinnað band, frekar fínt með góðum
snúð. — ívaf: Tvinnað band, má vera snúðminna, en
ekki smærra. — Munsturívaf: Þrinnað band, ekki fínt.
— Skeið: 45 tennur á 10 cm. — 1 þr. í hafaldi, 2 í tönp.
Þess verður að gæta að hafa alt vefjarefnið vel
hreint, þegar byrjað er, og fara hreinlega með það. —
Salonsmunstrið má altaf stækka og minka eftir vild,
það fer eftir skeið og bandi. — Einnig má breyta gerð-
inni allavega með sama inndrætti. — Það eru hafðar
2 skyttur, önnur fyrir ívafið, hin fyrir munsturbandið
(sitt fyrirdragið af hvoru).
Fallegast er að hafa salonsábreiðurnar svartar í
grunninn (uppistöðu og ívaf) og munsturbandið ekki
með mjög skærum lit. Líka má, ef vill, hafa þær þver-
röndóttar, en þá verður að láta litina passa vel hvern