Hlín - 01.01.1938, Side 95
Hlín
93
kostlega, að í sumum löndum álfunnar deyr, nú aðeins
tæplega 1/5 ihluti barna á 1. ári móti því sem var fyrir
70—80 árum.
Jeg vil leyfa mjer að drepa á nokkur allra helstu at-
riðin í því er við nefnum heilbrigðisfræði (præventiv
Medicini), og vil jeg þá fyrst fara nokkrum'orðum um
það, hvernig hjálpa má hinni þunguðu konu til að ala
heilbrigt og hraust barn.
I. — Það er í fyrsta lagi mjög nauðsynlegt að konan
hafi blandaða, nærandi, fjörefna- og saltaríka fæðu um
meðgöngutímann og þá sjerstaklega hinn síðari hluta
hans, 'því að reynslan er sú, að óholl fæða eða fæðu-
skortur móðurinnar bitnar á barninu sjerstaklega
fyrstu mánuðina eftir fæðinguna og stundum miklu
legur. Þá má nefna sjúkdóma hinnar þunguðu konu, er
annaðhvort ganga í arf frá móður til barns eða eru.svo
smithættulegir, að telja má víst að barnið smitist á l.ári
æfi sinnar, ef ekkert er að gert. Sem dæmi hins fyrra má
nefna syfilis, sem að minsta kosti í flestum tilfellum
gengur í arf frá syfilitiskri móður til barnsins, ef ekk-
ert er að gert, en sem hægt er að fyrirbyggja í lang-
flestum tifellum ef móðirin er rjettilega meðhöndluð
meðan á meðgöngutímanum stendur.
Sém dæmi hins síðara má nefna berklaveikina, sem
auðvitað er mjög smitandi fyrir ungbörnin eins og
aðra og sem verður flestum þeim ungbörnum að bráð,
er af henni smitast.
Það er því mjög nauðsynlegt þegar um mæður með
smitandi lungnaberkla er að ræða, að taka börnin frá
þeim strax eftir fæðinguna og koma þeim fyrir hjá
einhverjum, sem ekki stafar smithætta af.
Ýmsir aðrir sjúkdómar móðurinnar koma fram á af-
kvæminu, bæði beint og óbeint, og er því hin brýnasta
nauðsyn að fyrirbyggja alla þessa sjúkdóma eftir því
sem kostur er á og reyna að bæta hina, sem ekki hef-