Hlín - 01.01.1938, Side 96
Ö4 ' Hlín
ur tekist að fyrirbyggja, 'þetta er sjálfsagt, bæði vegna
heilbrigði sjálfrar móðurinnar og hins ófædda barns.
Þá skal einnig nefna, að allvíða í Evrópu er konum,
sem vinna verksmiðjuvinnu eða aðra erfiða vinnu,
veitt hvíld frá V2—2 síðustu mánuði meðgöngutímans
og álíka tíma eftir fæðinguna, til að ná sjer, og hefur
reynslan orðið sú, að með þessu móti hefur verið hægt
að lækka að mun dánartölu ungbarna, sem þessar mæð-
ur hafa fætt og sömuleiðis hefur sjúkradögum mæðr-
anna sjálfra í nánustu framtíð eftir barnsburðinn fækk-
að mjög áþreifanlega þegar miðað er við aðrar mæður,
sem vinna við samskonar vinnu, og engrar slíkrar
hvíldar njóta.
Þá má og nefna mjög mikilvægt atriði í þessu sam-
bandi og það er að konur sem vinna við einhverja
fasta vinnu og eru þungaðar, ekki þurfi að eiga það á
hættu að missa vinnu sína vegna barnsfæðingarinnar,
því að mörg stúlkan og konan hefur af þessum ástæð-
um gripið til slíkra örþrifaráða að hún hefur iðrast
þess alla æfi eða jafnvel mátt bæta það með líftjóni.
Þetta hefur oft og mörgum sinnum leitt til bæði and-
legra og líkamlegra sjúkdóma hjá konum, sem fyrir
þessu verða, en er hinsvegar af fjárhagslegum ástæð-
um eitt af því sem erfiðast reynist að fyrirbyggja.
Þá má einnig. nefna Ráðleggingarstöðvar fyrir barns-
hafandi konur, þar sem konan fær læknisráð um með-
göngutímann, um alt er stendur í sambandi við með-
gönguna og fæðinguna. Einnig skulu nefndar stöðvar
til leiðbeiningar um takmörkun barneigna (Sexuel
Kliniker), þar sem körlum og konum gefst kostur á
að fá læknisráð um alt er snertir takmörkun barneigna
og varnir gegn kynsjúkdómum.
Þá hef jeg rjett drepið á það allra helsta, er gera má
þunguðum konum til hjálpar til verndunar lífi og
heilsu þeirra og hinna ófæddu barna þeirra, og kemur