Hlín - 01.01.1938, Page 98
96
Hlín
eingöngu, enda er ungbarnadauði á íslandi mjög lítill,
miðað við önnur lönd. Árið 1929 t. d. 4,3%, sem er
lægsta ungbarnadauðatala, sem nokkru sinni hefur ver-
ið hjer. 1935 er ungbarnadauðatalan 6,7%, og er það
allhátt, en það er vegna þess, að þetta ár gengur hjer
kikhósti (tussis), sem er mjög alvarlegur sjúkdómur
fyrir ungbörn.
Það er einnig mjög áríðandi að reyna að verja ung-
börnin sem mest fyrir kvefi og allskonar smitandi
sjúkdómum, því að reglan er sú, að á 1. árinu er mót-
stöðukrafturinn lítill og horfurnar því slæmar, ef um
alvarlegan sjúkdóm er að ræða.
Það helsta, sem gert hefur verið í nágrannalöndun-
um til að draga úr ungbarnadauðanum er þetta:
1) I sambandi við stærri verksmiðjur og iðnfyrirtæki
eru stofur sem mæður geta geymt ungbörn sín á með-
an þær eru við vinnu, og fá þær þá jafnframt frí frá
vinnunni til að gefa börnunum brjóst, eftir því sem
þurfa þykir. Á þessari stofu er lærð barna-hjúkrunar-
kona, er annast gæslu ungbarnanna meðan á vinnutím-
anum stendur.
2) Barna-heilsuverndarstöðvar (Börneplejestationer),
þar sem mæður koma með ungbörn sín, fá þau mæld
og vegin og ráðleggingar af lækni um alla meðferð og
gæslu ungbarna. Aðeins heilbrigð ungbörn mega koma
á þessar stöðvar, en hin, sem eitthvað er að, fara á
barnasjúkrahús eða til barnalæknis í bænum.
3) Ungbarnaheimili, þar sem tekin eru þau ungbörn,
sem mæðurnar (ógiftar), eða foreldrarnir, ekki geta
sjeð fyrir með sómasamlegu móti, eða ef um smitandi
sjúkdóma, t. d. smitandi berklaveiki er að ræða. — Á
þessum ungbarnaheimilum eru lærðar ungbarna-hjúkr-
unarkonur, sem annast um börnin.
4) Aukið mjólkurhreinlæti með inngjöf fjörefna og
sajta.