Hlín - 01.01.1938, Síða 99
Hlín
9l
5) Sóttvarnarlöggjöf.
Hjer er yfirlit yfir fæðingartölu og dánartölu barna
1. æfiárið. Taflan er frá 1931.
ísland (1929) Fæðingartala Dánartala 1. ár æfinnar 4,3%
Spánn (1931) 27,8 — 11,6%
Danmörk (1931) 18 °/00 8,1%
Noregur (1931) 16,3 — 4,6%
Svíþjóð (1931) 14,8 — 5,7%
Finnland (1931) 20,9 — 7,5% •
England (1931) 15,8 — 6,6%
Frakkland (1931) 17,4- 7,6%
Þýskaland (1931) 15,9 — 8,3%
Holland (1931) 22,2 — 5,0%
Italía (1930) 26,2 — 10,6%
Egyftaland (1931) 44,9 — 16%
Chile (1931) 34 6 — 23,2%
Nýja Sjáland (1931) .... 18,4 — 3,2%
Af þessu sjest, að við hjer á íslandi stöndum okkur
tiltölulega vel hvað viðvíkur ungbarna-heilbrigði og
má vafalaust fyrst og fremst þakka það brjóstamjólk-
inni.
III. — Það er mjög nauðsynlegt að hafa gott eftirlit >
með heilsufari barnanna á skólaárunum.
Þegar börnin koma í barnaskólana og fara að vinna
meiri eða minni andlega vinnu með kyrsetum í skóla-
stofunum og heima yfir bókunum, fer oft svo, að meira
fer að bera á ýmsum kvillum hjá þeim en áður hefur
verið, og er það þá bæði hin aukna áreynsla og svo hitt
að með skólagöngunni eykst hættan á smitun kvefs og
annara oft hættulegu sjúkdóma, sem að sjálfsögðu
breiðast hraðar út og verða verri í fjölmenninu í skól-
anum en í fámenninu heima.
Þá má og nefna margskonar kvilla, t. d. sjónkvilla,
sem verða því algengari sem lengur er verið í skóla, t.
d, hefur þetta verið þannig í dönsku sveitaskólunum,
7
L