Hlín - 01.01.1938, Síða 100
98
Hlín
að í byrjun skólagöngunnar hafa sjónkvillar verið 1,4%
en hjá stúdentum 32%.
Þá koma einnig allskonar skekkjur á hrygg og víðar,
vegna hinnar löngu setu á skólabekkjunum, að jeg nú
ekki nefni tannskemdirnar, sem stöðugt virðast vera að
aukast að minsta kosti sumstaðar.
Marga þessara kvilla má hindra, ef nægilegt læknis-
eftirlit er með börnunum og unglingunum, og er þá
fyrst og fremst meiningin að skólalæknarnir annist
þetta eftirlit. Skólalæknisstarfið getur verið með
fleiru móti. Annaðhvort að skólalæknirinn finni þá, sem
þarfnast lækniseftirlits og sendi þá heimilislækni fjöl-
skyldunnar til frekari meðferðar, eða þá að skólalæknir
finni þau börn sem þarfnast meðferðar og veiti þeim
hana sjálfur, á klinikum þeim, sem eru í sambandi við
skólana. En undir öllum kringumstæðum á skólalækn-
irinn að vaka yfir heilsufari og hreinlæti barnanna og
unglinganna í skólanum og sjá um að alt sje gert, sem
auðið má verða til að bægja frá þeim svo mörgum kvill-
um og sjúkdómum sem auðið er, t. d. með matgjöfum
(fjörefnum), ljóslækningum o. fl.
Mönnum hefur orðið það betur og betur ljóst, sjer-
staklega nú allra síðustu árin, hversu miklu er hægt
að koma til leiðar með góðum skólalækni, ef farið er
að ráðum hans. Þessvegna hefur stefnan víðast verið
sú að auka og efla skólalækningarnar eftir föngum.
IV. — Að lokum vil jeg fara nokkrum orðum um
hvað gera má til heilsuverndar fullorðnu fólki.
Það sem jeg hefi nefnt í sambandi við heilsuvernd-
un ungbarna, barna og unglinga, er auðvitað líka að
nokkru leyti beinlínis og óbeinlínis til heilsuverndunar
hins fullorðna manns og konu, því að margir þeir
sjúkdómar, er vjer fáum sem börn, eru þannig að vjer
stöðugt berum þeirra menjar síðar á lífsleiðinni. Þess-
vegna vil jeg ennþá einu sinni leggja áherslu á að gæta