Hlín - 01.01.1938, Page 101
Hlín
99
vel heilsufar ungbarna og barna og reyna eftir mætti
að koma í veg fyrir þær sjúkdómshættur, sem ávalt
mæta á þessu skeiði æfinnar.
Það fyrsta, sem nefna mætti eftir það, sem jeg þegar
hefi getið um í sambandi við heilsuverndun fullorðn-
um, er alment hreinlæti í matargerð og allri umgengni,
enda hafa tímar allra aída sýnt, að því meiri sóðaskap-
ur þeim mun hærri dánartala að öðru> jöfnu.
Þá hefir og loftraki og loftræsting mikla þýðingu
fyrir heilsufar manna, svo og hiti, kuldi (sjerstaklega
örar hitabreytingar) og lýsing.
Eitt er það, sem án efa hefur feikna mikla þýðingu,
hvað heilsufari viðvíkur, og það er fæðan. Þetta atriði,
fæða mannsins; hefur í langan tíma verið furðu lítið
rannsakað, og það er eiginlega fyrst nú á allra síðustu
árum sem mönnum hefur orðið ljóst hversu feikna
mikla þýðingu það hefur fyrir heilsufar mannkynsins,
að fæðan sje hæfilega blönduð, og að ekki vanti þau
efni, er vjer nefnum fjörefni, og sem við fyrst nú á
allra síðustu árum vitum nokkuð verulegt um.
Jeg hefi því miður ekki tíma til að fara nánar út í
þetta atriði nú í þetta skifti, enda er það atriði eitt nægi-
legt efni í fleiri fyrirlestra, ef ýtarlega ætti að fara út í
það.
Þá má nefna berklavarnarstarfsemina, og þá sjerstak-
lega berklavarnarstöðvarnar, sem þegar hafa reynst
ákaflega þýðingarmiklar í samstarfi sínu við berkla-
hælin.
Kynsjúkdómalöggjöfin, sóttvarnarlöggjöfin, og sjer-
hver sú atvinnulöggjöf, sem felur í sjer bætt vinnuskil-
yrði og minkandi slysahættu, eru að sjálfsögðu stórkost-
legur ávinningur fyrir þá, sem berjast fyrir heilsu-
verndun og lækkun dánartalnanna meðal þjóðanna.
7*